ESPN: Eiður Smári launahæstur - fær 286 milljónir á ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2011 17:15 Eiður Smári Guðjohnsenþ Tímarit ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum hefur tekið saman launahæstu íþróttamenn hverrar þjóðar og Ísland fær að sjálfsögðu vera með í samantektinni. Launahæsti íslenski íþróttamaðurinn samkvæmt heimildum ESPN er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sem nú leikur með Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári er með 2,538 milljónir dollara í árslaun sem gera rétt rúmalega 286 milljónir íslenskra króna á ári. Liðsfélagi Eiðs Smára hjá Fulham, Zoltan Gera, er launahæsti Ungverjinn en hann fær 432 þúsundum dollurum meira á ári en Eiður eða rúmlega 48 milljónum íslenskra króna meira. ESPN tekur aðeins inn í þessar tölur launagreiðslur frá vinnuveitanda en tekjur vegna auglýsingasamninga eru ekki teknir með. Fyrrum formúlu eitt ökumaðurinn Kimi Raikkonen er launahæsti Norðurlandabúinn með rúmar 26 milljónir dollara í árslaun en fótboltamenn eru launahæstir hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Svíinn, Zlatan Ibrahimovic hjá AC Milan, fær 12,7 milljónir dollara, Daninn Daniel Agger hjá Liverpool og Norðmaðurinn John Carew hjá Stoke fá báðir 4,5 milljónir dollara og Færeyingurinn Christian Holst hjá Silkeborg fær 1,6 milljónir dollara. Það er annars fróðlegt að líta yfir listann. Launahæsti Bandaríkjamaðurinn er hafnarboltamaðurinn Alex Rodriguez með 32 milljónir dollara í árslaun eða 3,6 milljarða íslenskra króna en formúlu eitt ökumaðurinn Lewis Hamilton er launahæsti Englendingurinn með 18,473 milljónir dollara á ári. Manchester United mennirnir John O'Shea (Írland, 6,8 milljónir dollara), Ryan Giggs (Wales - 6,3 milljónir) og Darren Fletcher (Skotland - 5,0 milljónir) eru launahæstu íþróttamenn sinna þjóða. United á fleiri menn á listanum því Ji-Sung Park (4,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Suður-Kóreu, Antonio Valencia (6,361 milljónir dollara) er sá launahæsti í Ekvador og Dimitar Berbatov (6,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Búlgaríu. Cristiano Ronaldo er launahæsti Portúgalinn (19,5 milljónir dollara) en það vekur athygli að Carlos Tevez fær hærri laun en landi sinn Lionel Messi hjá Barcelona. Tevez er með 19 milljónir dollara í árslaun. Körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki er launahæsti Þjóðverjinn, fótboltamaðurinn Franck Ribery er launahæsti Frakkinn, formúlu eitt ökumaðurinn Fernando Alonso er launahæsti Spánverjinn og mótorhjólakappinn Valentino Rossi er launahæsti Ítalinn. Knattspyrnumenn eru annars mjög áberandi og alls launahæstir hjá 114 þjóðum. Körfuboltamenn eru launahæstir hjá 18 þjóðum og hafnarboltaleikmenn eru tekjuhæstir hjá tólf þjóðum. Það má sjá allan listann með því að smella hér. Erlendar Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Tímarit ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum hefur tekið saman launahæstu íþróttamenn hverrar þjóðar og Ísland fær að sjálfsögðu vera með í samantektinni. Launahæsti íslenski íþróttamaðurinn samkvæmt heimildum ESPN er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sem nú leikur með Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári er með 2,538 milljónir dollara í árslaun sem gera rétt rúmalega 286 milljónir íslenskra króna á ári. Liðsfélagi Eiðs Smára hjá Fulham, Zoltan Gera, er launahæsti Ungverjinn en hann fær 432 þúsundum dollurum meira á ári en Eiður eða rúmlega 48 milljónum íslenskra króna meira. ESPN tekur aðeins inn í þessar tölur launagreiðslur frá vinnuveitanda en tekjur vegna auglýsingasamninga eru ekki teknir með. Fyrrum formúlu eitt ökumaðurinn Kimi Raikkonen er launahæsti Norðurlandabúinn með rúmar 26 milljónir dollara í árslaun en fótboltamenn eru launahæstir hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Svíinn, Zlatan Ibrahimovic hjá AC Milan, fær 12,7 milljónir dollara, Daninn Daniel Agger hjá Liverpool og Norðmaðurinn John Carew hjá Stoke fá báðir 4,5 milljónir dollara og Færeyingurinn Christian Holst hjá Silkeborg fær 1,6 milljónir dollara. Það er annars fróðlegt að líta yfir listann. Launahæsti Bandaríkjamaðurinn er hafnarboltamaðurinn Alex Rodriguez með 32 milljónir dollara í árslaun eða 3,6 milljarða íslenskra króna en formúlu eitt ökumaðurinn Lewis Hamilton er launahæsti Englendingurinn með 18,473 milljónir dollara á ári. Manchester United mennirnir John O'Shea (Írland, 6,8 milljónir dollara), Ryan Giggs (Wales - 6,3 milljónir) og Darren Fletcher (Skotland - 5,0 milljónir) eru launahæstu íþróttamenn sinna þjóða. United á fleiri menn á listanum því Ji-Sung Park (4,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Suður-Kóreu, Antonio Valencia (6,361 milljónir dollara) er sá launahæsti í Ekvador og Dimitar Berbatov (6,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Búlgaríu. Cristiano Ronaldo er launahæsti Portúgalinn (19,5 milljónir dollara) en það vekur athygli að Carlos Tevez fær hærri laun en landi sinn Lionel Messi hjá Barcelona. Tevez er með 19 milljónir dollara í árslaun. Körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki er launahæsti Þjóðverjinn, fótboltamaðurinn Franck Ribery er launahæsti Frakkinn, formúlu eitt ökumaðurinn Fernando Alonso er launahæsti Spánverjinn og mótorhjólakappinn Valentino Rossi er launahæsti Ítalinn. Knattspyrnumenn eru annars mjög áberandi og alls launahæstir hjá 114 þjóðum. Körfuboltamenn eru launahæstir hjá 18 þjóðum og hafnarboltaleikmenn eru tekjuhæstir hjá tólf þjóðum. Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Erlendar Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira