Enn snjóar á íslenska knattspyrnuvelli - vallarstjórar svartsýnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 10:51 Víkingsvöllurinn var þakinn snjó í morgun. Mynd/Víkingur Þegar íbúar höfuðborgarsvæðisins vöknuðu í morgun blasti við þeim hvít jörð og falla snjókornin enn þegar þessi orð eru skrifuð. Aðeins þrettán dagar eru í fyrsta leik á Íslandsmótinu, Pepsi-deild karla. Vísir hringdi í vallarstjóra þeirra félaga sem eiga heimaleik í fyrstu umferð sem fer fram dagana 1. og 2. maí. Opnunarleikur mótsins fer fram á Kópavogsvelli þegar að Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti KR en áætlað er að fimm leikir fari fram mánudagskvöldið 2. maí. Helmingur vallanna sem verða notaðir í fyrstu umferðinni eru upphitaðir og líklegt er að leikir geti farið fram á þeim völlum eins og áætlað var. Þetta eru heimavellir Breiðabliks, Vals og Keflavíkur. Hins vegar er útlitið nokkuð svart á óupphituðu völlunum - Fylkisvelli, Víkingsvelli og Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum og alls óvíst hvort að leikir geti farið fram á tilsettum tíma.Fylkisvöllur „Mér líst ekkert vel á þetta," sagði Guðmann Hauksson, vallarstjóri á Fylkisvellinum. „Það er bara enn vetur og ekki útlitið fyrir að vorið komi á allra næstu dögum, miðað við spána." „Það hefur svo sem ekki verið mikið frost í jörðinni undanfarna daga en hitastigið í jarðveginum er ekki það mikið að það sé mikið að gerast. Það þarf meiri hita í jörðina til að fá grasið fari að vaxa almennilega. Það hefur eitthvað verið að mjakast undanfarið en ekkert af viti." Hann segir að Fylkisvöllur hafi alltaf verið seinn til, miðað við aðra velli í Reykjavík, og að tíðarfarið hjálpi ekki til. „Það er kaldara hér en til að mynda vestur í bæ. Það er ekki víst að það snjói á KR-völlinn þegar það snjóar hér. Við höfum verið 7-10 dögum á eftir hinum." „Miðað við veðurspána er útlitið ekki gott," sagði Guðmann og mátti heyra á honum að hann væri ekki bjartsýnn á að leikur Fylkis og Grindavíkur gæti farið fram á réttum tíma.Víkingsvöllur „Hér er bara hvítt útlits," sagði Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings. „Völlurinn er mjög blautur og við erum að bíða eftir þurrkutíð," bætti hann við og mátti heyra bæði á honum og fleirum að það væri helsta vandamálið - bleytan. „Við getum ekki farið með nein tæki út á völlinn til að vinna í vellinum og sanda hann. Líkurnar á frestun aukast frá degi til dags." „Við þurfum að fá þurrkutíð og 7-10 stiga hita. En það er bara rigning í kortunum og því lítur þetta ekki nógu vel út." En hann segir að það sé erfitt að spá um framhaldið á þessum tímapunkti. Þetta muni einfaldlega ráðast mikið af tíðarfarinu á síðustu vikunni í apríl. „Með sama áframhaldi getur það varla talist raunhæft að spila á þessum velli þann 2. maí. Við þurfum bara að sjá til."Vestmannaeyjar „Þetta tók smá kipp fyrir viku síðan þegar það komu smá hlýjindi. Þá varð völlurinn aðeins grænn en það vantar enn nokkuð upp á," sagði Kári Þorleifsson, vallarstjóri Hásteinsvallar. Hann var þó enn bjartsýnn á að leikur ÍBV gegn Fram færi fram á réttum tíma. „En það fer eftir síðustu vikunni fyrir mót. Völlurinn er fljótur að taka við sér ef hann fær rétttar aðstæður. Við ætlum að láta reyna á þetta fram á síðustu stundu. Aðalmálið er að það fari að hlýna aðeins - það er kalt og spáin er þannig fyrir næstu daga."Aðrir vellir Heyra mátti á vallarstjórum Vals og Breiðabliks að hitunarkerfið kæmi að góðum notum við þessar aðstæður. „Völlurinn leit ágætlega út á föstudaginn," sagði Theódór Hjalti Valsson, vallarstjóri á Vodafone-vellinum. „Vandamálið er að hann er allt of blautur og getum við ekkert unnið í honum. Þetta er eitt blautasta vor í manna minnum. Við bárum á hann áburð á daginn en þurfum að bíða eftir þurrkutíð og hlýjindum til að geta unnið frekar í honum eins og þarf að gera." „En ég held að við séum að fara að spila á þessum velli, ekki nema að þetta haldi svona áfram út mánuðinn," sagði hann og átti þá við snjókomuna og kuldann. „Við þurfum nokkra daga með ágætis hita," sagði Jóhann Örn Sveinbjörnsson sem starfar á Kópavogsvellinum. „Við erum með dúk á vellinum núna sem hjálpar til við að halda kuldanum frá. Grasið hefur tekið ágætlega við sér og ég tel að hér verði spilað þann 1. maí." „Þetta lítur þokkalega út," sagði Sævar Leifsson, vallarstjóri Nettóvallarins í Keflavík. „Það snjóar aðeins en hefur ekki náð að festa neitt að viti." „Þetta er orðið þokkalegt en völlurinn á þó töluvert eftir. Við erum þó bjartsýnir á að þetta verði klárt í tæka tíð," sagði hann og bætti við að hitakerfið hefði hjálpað mikið til.Viðbrögð KSÍ Heyra mátti á fulltrúum KSÍ í morgun að ekki yrði tekin ákvörðun um frestun leikja á þessum tímapunkti heldur yrði fylgst með þróun mála á völlunum eftir því sem nær dregur fyrstu umferðinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Þegar íbúar höfuðborgarsvæðisins vöknuðu í morgun blasti við þeim hvít jörð og falla snjókornin enn þegar þessi orð eru skrifuð. Aðeins þrettán dagar eru í fyrsta leik á Íslandsmótinu, Pepsi-deild karla. Vísir hringdi í vallarstjóra þeirra félaga sem eiga heimaleik í fyrstu umferð sem fer fram dagana 1. og 2. maí. Opnunarleikur mótsins fer fram á Kópavogsvelli þegar að Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti KR en áætlað er að fimm leikir fari fram mánudagskvöldið 2. maí. Helmingur vallanna sem verða notaðir í fyrstu umferðinni eru upphitaðir og líklegt er að leikir geti farið fram á þeim völlum eins og áætlað var. Þetta eru heimavellir Breiðabliks, Vals og Keflavíkur. Hins vegar er útlitið nokkuð svart á óupphituðu völlunum - Fylkisvelli, Víkingsvelli og Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum og alls óvíst hvort að leikir geti farið fram á tilsettum tíma.Fylkisvöllur „Mér líst ekkert vel á þetta," sagði Guðmann Hauksson, vallarstjóri á Fylkisvellinum. „Það er bara enn vetur og ekki útlitið fyrir að vorið komi á allra næstu dögum, miðað við spána." „Það hefur svo sem ekki verið mikið frost í jörðinni undanfarna daga en hitastigið í jarðveginum er ekki það mikið að það sé mikið að gerast. Það þarf meiri hita í jörðina til að fá grasið fari að vaxa almennilega. Það hefur eitthvað verið að mjakast undanfarið en ekkert af viti." Hann segir að Fylkisvöllur hafi alltaf verið seinn til, miðað við aðra velli í Reykjavík, og að tíðarfarið hjálpi ekki til. „Það er kaldara hér en til að mynda vestur í bæ. Það er ekki víst að það snjói á KR-völlinn þegar það snjóar hér. Við höfum verið 7-10 dögum á eftir hinum." „Miðað við veðurspána er útlitið ekki gott," sagði Guðmann og mátti heyra á honum að hann væri ekki bjartsýnn á að leikur Fylkis og Grindavíkur gæti farið fram á réttum tíma.Víkingsvöllur „Hér er bara hvítt útlits," sagði Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings. „Völlurinn er mjög blautur og við erum að bíða eftir þurrkutíð," bætti hann við og mátti heyra bæði á honum og fleirum að það væri helsta vandamálið - bleytan. „Við getum ekki farið með nein tæki út á völlinn til að vinna í vellinum og sanda hann. Líkurnar á frestun aukast frá degi til dags." „Við þurfum að fá þurrkutíð og 7-10 stiga hita. En það er bara rigning í kortunum og því lítur þetta ekki nógu vel út." En hann segir að það sé erfitt að spá um framhaldið á þessum tímapunkti. Þetta muni einfaldlega ráðast mikið af tíðarfarinu á síðustu vikunni í apríl. „Með sama áframhaldi getur það varla talist raunhæft að spila á þessum velli þann 2. maí. Við þurfum bara að sjá til."Vestmannaeyjar „Þetta tók smá kipp fyrir viku síðan þegar það komu smá hlýjindi. Þá varð völlurinn aðeins grænn en það vantar enn nokkuð upp á," sagði Kári Þorleifsson, vallarstjóri Hásteinsvallar. Hann var þó enn bjartsýnn á að leikur ÍBV gegn Fram færi fram á réttum tíma. „En það fer eftir síðustu vikunni fyrir mót. Völlurinn er fljótur að taka við sér ef hann fær rétttar aðstæður. Við ætlum að láta reyna á þetta fram á síðustu stundu. Aðalmálið er að það fari að hlýna aðeins - það er kalt og spáin er þannig fyrir næstu daga."Aðrir vellir Heyra mátti á vallarstjórum Vals og Breiðabliks að hitunarkerfið kæmi að góðum notum við þessar aðstæður. „Völlurinn leit ágætlega út á föstudaginn," sagði Theódór Hjalti Valsson, vallarstjóri á Vodafone-vellinum. „Vandamálið er að hann er allt of blautur og getum við ekkert unnið í honum. Þetta er eitt blautasta vor í manna minnum. Við bárum á hann áburð á daginn en þurfum að bíða eftir þurrkutíð og hlýjindum til að geta unnið frekar í honum eins og þarf að gera." „En ég held að við séum að fara að spila á þessum velli, ekki nema að þetta haldi svona áfram út mánuðinn," sagði hann og átti þá við snjókomuna og kuldann. „Við þurfum nokkra daga með ágætis hita," sagði Jóhann Örn Sveinbjörnsson sem starfar á Kópavogsvellinum. „Við erum með dúk á vellinum núna sem hjálpar til við að halda kuldanum frá. Grasið hefur tekið ágætlega við sér og ég tel að hér verði spilað þann 1. maí." „Þetta lítur þokkalega út," sagði Sævar Leifsson, vallarstjóri Nettóvallarins í Keflavík. „Það snjóar aðeins en hefur ekki náð að festa neitt að viti." „Þetta er orðið þokkalegt en völlurinn á þó töluvert eftir. Við erum þó bjartsýnir á að þetta verði klárt í tæka tíð," sagði hann og bætti við að hitakerfið hefði hjálpað mikið til.Viðbrögð KSÍ Heyra mátti á fulltrúum KSÍ í morgun að ekki yrði tekin ákvörðun um frestun leikja á þessum tímapunkti heldur yrði fylgst með þróun mála á völlunum eftir því sem nær dregur fyrstu umferðinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira