Íslenski boltinn

Hannes semur við FH í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes í leik með íslenska landsliðinu.
Hannes í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Hannes Þ. Sigurðsson mun semja við bikarmeistara FH í dag samkvæmt heimildum Vísis en hann hefur æft með liðinu í vetur.

Hannes er uppalinn FH-ingur en hann lék síðast með liðinu árið 2001. Þá hélt hann í atvinnumennsku og hefur hann spilað með liðum í Noregi, Danmörku, Englandi og Svíþjóð.

Nú síðast var hann á mála hjá Sundsvall í Svíþjóð en hann skoraði tíu mörk í 26 deildarleikjum með liðinu í fyrra.

Hann á þar að auki þrettán leiki að baki með landsliðinu og skoraði hann í þeim eitt mark.

FH-ingar hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×