Íslenski boltinn

Hannes kominn aftur heim í FH - gerði samning út sumarið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar kynntu nýja leikmenn sína í dag.
FH-ingar kynntu nýja leikmenn sína í dag. Mynd/GVA
Hannes Þ. Sigurðsson hefur skrifað undir samning við bikarmeistara FH út sumarið og mun því spila með Hafnarfjarðarliðinu í Pepsi-deild karla. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem FH-ingar héldu í dag.

Hannes er 28 gamall framherji sem á að baki 13 A-landsleiki og 20 leiki fyrir yngri landsliðin. Hann mun styrkja mikið sóknarlínu FH-liðsins enda allt öðruvísi leikmaður en þeir sóknarmenn sem eru til staðar hjá félaginu.

Hannes er uppalinn FH-ingur en það er liðinn áratugur síðan að hann spilað síðast með FH-liðinu. Hannes skoraði eitt mark í ellefu leikjum með FH í úrvalsdeildinni sumarið 2001 þá 18 ára gamall en fór síðan í framhaldinu í atvinnumennsku til Viking í Noregi.

Það kom líka fram á fundinum að Bjarki Gunnlaugsson ætlar að spila áfram með FH í sumar og að Sverrir Garðarsson verður einnig með liðinu. FH-ingar kynntu einnig nýju leikmenn sína Alen Sutej, Hólmar Örn Rúnarsson og Gunnar Kristjánsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×