Íslenski boltinn

KR í undanúrslit Lengjubikarsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Baldur Sigurðsson í leik með KR.
Baldur Sigurðsson í leik með KR.
KR vann í dag sinn sjötta sigur í jafn mörgum leikjum í Lengjubikar karla og er búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar. KR er í efsta sæti 1. riðils með átján stig.

KR vann 3-1 sigur á ÍA en mörk liðsins skoruðu þeir Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson og Óskar Örn Hauksson.

Stefán Þór Þórðarson minnkaði muninn fyrir Skagamenn á 82. mínútu en þar við sat.

FH vann alla sína leiki í 3. riðli og var einnig búið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Valur stendur vel að vígi í 2. riðli en Fram á enn möguleika á að ná liðinu að stigum.

Það lið sem nær bestum árangri í 2. sæti kemst svo einnig í undanúrslitunum ásamt sigurverunum riðlanna þriggja.

Einn annar leikur fór fram í A-deild Lengjubikarsins í dag. BÍ/Bolungarvík vann 3-2 sigur á Þrótti í Laugardalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×