Innlent

Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum

Jón Gnarr að halda ræðu í strætó.
Jón Gnarr að halda ræðu í strætó.
Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is.

Borgarstjórinn hóf ræðu sína á umfjöllun um tískuheiminn, hvernig tískan væri í raun flótti mannsins frá hinum ytri veruleika. Því næst sagði hann sögu hermanns sem lýsti því hvernig varalitur hefði ljáð hryllilegum aðstæðum sérstakan blæ.

Gámur fullur af varalit varð til þess að hinir stríðshrjáðu sem og hermenn, gátu verið með varalit, þrátt fyrir að menn hefðu þurft að borða orma í matinn og konur hefðu verið ælandi á götum úti, meðan lík barna flutu um í iðandi straumi skólps.

Sjálfur var Jón Gnarr varalitaður, hugsanlega til þess að undirstrika prýðina í miðri martröðinni.

Samkvæmt Bleikt.is þá áttuðu sig ekki allir á samhengi ræðunnar.

Marcella Martinelli, ritstjóri tískutímaritsins JF-W magazine í London, hélt að Jón væri snarbrjálaður íslenskur listamaður, eins og hún orðar það í viðtali við Bleikt.is. Þegar henni var tilkynnt að þetta væri borgarstjóri Reykjavíkur, hló hún upphátt og sagðist ekki trúa því.

Bleikt.is óskaði eftir því að fá afrit af ræðu borgarstjórans en ekki fengið. Hægt er að lesa frekar um ræðu borgarstjórans hér.

RFF


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×