Innlent

Íslendingur dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir morð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tuttugu og fjögurra ára gamall íslenskur karlmaður, Lárus Freyr Einarsson, hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir morð sem hann framdí í Horsens í Danmörku á síðasta ári.

Annar danskur karlmaður var einnig dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir morðið. Konan sem mennirnir drápu hét Chanette Sørensen og var 41 árs gömul. Mennirnir myrtu hana fyrir framan dóttur hennar sem er 23ja ára.

Lárus Freyr er fyrrverandi unnusti dóttur Chanette, eftir því sem Ekstra Bladet greinir frá. Auk þess sem hann er dæmdur í fjórtán ára fangelsi verður honum vísað úr landi.

Ekstra Bladet leiðir að því líkur að morðið tengist uppgjöri á fíkniefnaskuld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×