Innlent

Rúm 57% á móti Icesave í nýrri könnun

Enn ein skoðanakönnunin sýnir að meirihluti þjóðarinnar ætli að hafna nýjasta Icesave samningnum.

Í könnun sem MMR gerði fyrir þjóðmálafélagið Andríki segjast ríflega 57 prósent þeirra, sem tóku afstöðu, ætla að hafna samningnum. Þetta er heldur meiri andsatða en í sambærilegum könnunum, sem gerðar hafa verið undanfarna daga.

Líkt og í fyrri könnunum virðist kjörsókn ætla að verða mjög góð, því yfir 90 prósent aðspurðra í þessari könnun, sögðust ætla að mæta á kjörstað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×