Innlent

Sigurjón Árnason segir nei

Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.
Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Mynd/Daníel Rúnarsson
Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, ætlar að greiða atkvæði gegn Icesave samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Hann telur að minni áhætta sé fólgin í því að segja nei frekar en já. Rætt er við Sigurjón á Dv.is.

Sigurjón og Halldór Kristjánsson voru bankastjórar Landsbankans þegar Icesave reikningarnir voru stofnaðir. Frægt er orðið þegar Sigurjón lýsti á sínum tíma reikningunum sem tærri snilld.

Um þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun segir Sigurjón: „Mín skoðun er sú, í fyrsta lagi, að það var ekki ábyrgð á þessu og í öðru lagi þá hefði sú ábyrgð verið ólögleg ef hún á annað borð hefði verið, vegna samkeppnisreglna og í þriðja lagi er minni áhætta í því að segja nei heldur en já, þrátt fyrir einhverjar hótanir og slíkt.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×