Erlent

Tala látinna í Japan fer síhækkandi

Hamfarirnar voru hrikalegar í Japan.
Hamfarirnar voru hrikalegar í Japan.
Rúmlega átta þúsund manns eru taldir af eftir jarðskjálftann í Japan á fyrir rúmri viku síðan. Þá er tæpleg þrettán þúsund manns saknað samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Lögreglan í Japan telur að alls hafi fimmtán þúsund manns látist þegar flóðbylgja skall á Japan fyrir níu dögum síðan.

Björgunarsveitarmenn fylltust þó von á dögunum þegar þeir fundu áttatíu ára gamla konu og barnabarn hennar á lífi í húsarústum í borginni Ishinomaki, sem fór hvað verst út úr flóðbylgjunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×