Innlent

Þorgerður Katrín: Hrokafull og aumingjaleg yfirlýsing

Þorgerður Katrín gefur lítið fyrir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna brota Jóhönnu Sigurðardóttur á jafnréttislögum
Þorgerður Katrín gefur lítið fyrir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna brota Jóhönnu Sigurðardóttur á jafnréttislögum
„Hvað verður gert annað en að senda frá sér hrokafulla og aumingjalega yfirlýsingu?," spyr Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í framhaldi af því að Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væru sek um brot gegn jafnréttislögum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem því var vísað á bug að jafnréttislög hefðu verið brotin og sagt að fagmannalega hafi verið staðið að ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu.

Þorgerður Katrín tók málið upp í umræðum á Alþingi í dag um störf þingsins.

Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fordæmdi einnig brot forsætisráðherra og vakti athygli á því að Jóhanna er ekki aðeins ráðherra jafnréttismála heldur mælti hún fyrir jafnréttislögunum á þingi á sínum tíma.  Þá vildi Ragnheiður meina að Jóhanna hefði ekki axlað ábyrgð og að hún benti á alla aðra en sjálfa sig í málinu.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta brot á jafnréttislögum jafn alvarlegum augum og brot á öðrum lögum.

Hún sagði málið grafalvarlegt og bindur hún vonir við að því verði fylgt eftir innan ráðuneytisins og stjórnsýslunnar „með tilhlýðlegum hætti," hvort sem það er með lagabreytingum eða öðrum.

Hið minnsta sé nauðsynlegt að farið verði að úrskurðinum, sem að hennar mati er vel rökstuddur og afdráttarlaus


Tengdar fréttir

Jóhanna vísar á bug að hafa brotið jafnréttislög

Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Kærunefnd jafnréttismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×