Þorgerður Katrín: Hrokafull og aumingjaleg yfirlýsing 23. mars 2011 14:45 Þorgerður Katrín gefur lítið fyrir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna brota Jóhönnu Sigurðardóttur á jafnréttislögum „Hvað verður gert annað en að senda frá sér hrokafulla og aumingjalega yfirlýsingu?," spyr Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í framhaldi af því að Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væru sek um brot gegn jafnréttislögum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem því var vísað á bug að jafnréttislög hefðu verið brotin og sagt að fagmannalega hafi verið staðið að ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þorgerður Katrín tók málið upp í umræðum á Alþingi í dag um störf þingsins. Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fordæmdi einnig brot forsætisráðherra og vakti athygli á því að Jóhanna er ekki aðeins ráðherra jafnréttismála heldur mælti hún fyrir jafnréttislögunum á þingi á sínum tíma. Þá vildi Ragnheiður meina að Jóhanna hefði ekki axlað ábyrgð og að hún benti á alla aðra en sjálfa sig í málinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta brot á jafnréttislögum jafn alvarlegum augum og brot á öðrum lögum. Hún sagði málið grafalvarlegt og bindur hún vonir við að því verði fylgt eftir innan ráðuneytisins og stjórnsýslunnar „með tilhlýðlegum hætti," hvort sem það er með lagabreytingum eða öðrum. Hið minnsta sé nauðsynlegt að farið verði að úrskurðinum, sem að hennar mati er vel rökstuddur og afdráttarlaus Tengdar fréttir Jóhanna vísar á bug að hafa brotið jafnréttislög Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Kærunefnd jafnréttismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 23. mars 2011 11:43 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
„Hvað verður gert annað en að senda frá sér hrokafulla og aumingjalega yfirlýsingu?," spyr Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í framhaldi af því að Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væru sek um brot gegn jafnréttislögum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem því var vísað á bug að jafnréttislög hefðu verið brotin og sagt að fagmannalega hafi verið staðið að ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þorgerður Katrín tók málið upp í umræðum á Alþingi í dag um störf þingsins. Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fordæmdi einnig brot forsætisráðherra og vakti athygli á því að Jóhanna er ekki aðeins ráðherra jafnréttismála heldur mælti hún fyrir jafnréttislögunum á þingi á sínum tíma. Þá vildi Ragnheiður meina að Jóhanna hefði ekki axlað ábyrgð og að hún benti á alla aðra en sjálfa sig í málinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta brot á jafnréttislögum jafn alvarlegum augum og brot á öðrum lögum. Hún sagði málið grafalvarlegt og bindur hún vonir við að því verði fylgt eftir innan ráðuneytisins og stjórnsýslunnar „með tilhlýðlegum hætti," hvort sem það er með lagabreytingum eða öðrum. Hið minnsta sé nauðsynlegt að farið verði að úrskurðinum, sem að hennar mati er vel rökstuddur og afdráttarlaus
Tengdar fréttir Jóhanna vísar á bug að hafa brotið jafnréttislög Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Kærunefnd jafnréttismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 23. mars 2011 11:43 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Jóhanna vísar á bug að hafa brotið jafnréttislög Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Kærunefnd jafnréttismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 23. mars 2011 11:43