Jóhanna: Ég er með hreina samvisku 23. mars 2011 18:35 Jóhanna Sigurðardóttir segist vera með hreina samvisku vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem komst að því að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karl var tekinn fram yfir konu við ráðningu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneitinu. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu í dag vísaði Jóhanna Sigurðardóttir því á bug að hafa brotið jafnréttislög og sagði faglega hafa verið staðið að málum þegar karl var skipaður sem skrifstofustjóri í stað konu. Þung orð féllu á Alþingi og var yfirlýsing meðal annars sögð hrokafull og neyðarleg. Jóhanna Sigurðardóttir hitti ekki þingflokk Samfylkingarinnar í dag vegna málsins en hún hefur verið veik. Hún gaf þó kost á viðtali í dag þar sem hún sagðist hafa orðið vonbrigðum og undrun vegna málsins og þætti miður ef lög hefðu verið brotin. „Ég kom ekki að þessu að öðru leiti en ég lagði áherslu á að sá hæfasti yrði valinn og jafnréttislög virt. Og ég spyr nú hvað menn hefðu sagt ef ég hefði ráðið kærandann sem kærði þetta, sem var í hæfnismati sett í 5 sæti, hefði ég þá ekki verið ásökuð um pólitíska spillingu því hún er jú flokksystir mín." Það er ljóst að málið er hið vandræðalegasta og erfitt fyrir Samfylkinguna. „Mín staða er sú að ég þekki vel til þess. Ég get ekki látið persónulega afstöðu mína ráða því hvernig ég tala um málið. Burtséð frá því hver kærandinn er, lít ég á það alvarlegum augum," segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, en kærandi í málinu er fyrrverandi aðstoðarkona hennar þegar hún gegndi starfi umhverfisráðherra. Málið verður rætt á Alþingi á morgun en fyrir liggur greinagerð frá Arndísi Ósk Jónsdóttur mannauðsráðgjafa sem gagnrýnir kærunefnd jafnréttismála harðlega og segir þá hafa mat umsagnaraðila að engu. Gefur þetta tilefni til að endurskoða ráðningarferli? „Ég tel rétt að við förum yfir lög og reglur í því. Þegar kemur svona ólíkt mat frá sérfræðingi í þessum málum og síðan hjá kærunefndinni og hvort þurfi að leggja annað mat til grundvallar." Er rétt að stilla málinu upp, þú persónulega hafi brotist jafnfréttislög? „Ég er ekkert undanþegin því ef menn eru með slíkar ásakanir, ég vík mér ekki undan því og þyki miður að það sé gert. Við vinnum með hana og úr henni. Mikilvægast í mínum huga að ég er með hreina samvisku," segir Jóhanna að lokum. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir segist vera með hreina samvisku vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem komst að því að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karl var tekinn fram yfir konu við ráðningu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneitinu. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu í dag vísaði Jóhanna Sigurðardóttir því á bug að hafa brotið jafnréttislög og sagði faglega hafa verið staðið að málum þegar karl var skipaður sem skrifstofustjóri í stað konu. Þung orð féllu á Alþingi og var yfirlýsing meðal annars sögð hrokafull og neyðarleg. Jóhanna Sigurðardóttir hitti ekki þingflokk Samfylkingarinnar í dag vegna málsins en hún hefur verið veik. Hún gaf þó kost á viðtali í dag þar sem hún sagðist hafa orðið vonbrigðum og undrun vegna málsins og þætti miður ef lög hefðu verið brotin. „Ég kom ekki að þessu að öðru leiti en ég lagði áherslu á að sá hæfasti yrði valinn og jafnréttislög virt. Og ég spyr nú hvað menn hefðu sagt ef ég hefði ráðið kærandann sem kærði þetta, sem var í hæfnismati sett í 5 sæti, hefði ég þá ekki verið ásökuð um pólitíska spillingu því hún er jú flokksystir mín." Það er ljóst að málið er hið vandræðalegasta og erfitt fyrir Samfylkinguna. „Mín staða er sú að ég þekki vel til þess. Ég get ekki látið persónulega afstöðu mína ráða því hvernig ég tala um málið. Burtséð frá því hver kærandinn er, lít ég á það alvarlegum augum," segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, en kærandi í málinu er fyrrverandi aðstoðarkona hennar þegar hún gegndi starfi umhverfisráðherra. Málið verður rætt á Alþingi á morgun en fyrir liggur greinagerð frá Arndísi Ósk Jónsdóttur mannauðsráðgjafa sem gagnrýnir kærunefnd jafnréttismála harðlega og segir þá hafa mat umsagnaraðila að engu. Gefur þetta tilefni til að endurskoða ráðningarferli? „Ég tel rétt að við förum yfir lög og reglur í því. Þegar kemur svona ólíkt mat frá sérfræðingi í þessum málum og síðan hjá kærunefndinni og hvort þurfi að leggja annað mat til grundvallar." Er rétt að stilla málinu upp, þú persónulega hafi brotist jafnfréttislög? „Ég er ekkert undanþegin því ef menn eru með slíkar ásakanir, ég vík mér ekki undan því og þyki miður að það sé gert. Við vinnum með hana og úr henni. Mikilvægast í mínum huga að ég er með hreina samvisku," segir Jóhanna að lokum.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira