Íslenski boltinn

Byrjunarlið U-21 árs liðsins gegn Englandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðlaugur Victor er í byrjunarliðinu í dag.
Guðlaugur Victor er í byrjunarliðinu í dag.
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Englandi í Preston í kvöld.

Eyjólfur gerir fimm breytingar á liðinu sem mætti Úkraínu fyrir helgi. Arnór Smárason, Alfreð Finnbogason, Guðmundur Kristjánsson, Birkir Bjarnason og Hjörtur Logi Valgarðsson koma inn í liðið.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 og sýnir Rúv síðari hálfleikinn beint.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Haraldur Björnsson

Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson

Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson

Miðverðir: Elfar Freyr Helgason og Hólmar Örn Eyjólfsson

Tengiliðir: Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði, Guðmundur Kristjánsson og Birkir Bjarnason

Hægri kantur: Arnór Smárason

Vinstri kantur: Alfreð Finnbogason

Framherj: Björn Bergmann Sigurðarson

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×