Innlent

Ráðherra styður Norðmenn og Kanadamenn í deilum við ESB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Bjarnason styður Norðmenn og Kanadamenn.
Jón Bjarnason styður Norðmenn og Kanadamenn.
Á fundi í deilunefnd Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar á föstudaginn lýsti Ísland yfir stuðningi sínum við Noreg og Kanada í máli þeirra gegn Evrópusambandinu vegna reglugerðar Evrópusambandsins sem kveður á um bann við innflutningi á selaafurðum inn á markaðssvæði ESB. Þá óskaði Ísland jafnframt eftir því að taka þátt í málsmeðferð kærunefndar í máli Kanada og Noregs gegn Evrópusambandinu sem þriðji aðili.

Í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að þessi ákvörðun sé að fullu í samræmi við fyrri yfirlýsingar Íslands á alþjóðavettvangi en í september síðastliðinn var Ísland aðili að sameiginlegri yfirlýsingu á vettvangi Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO) ásamt Noregi, Grænlandi, Færeyjum, Rússlandi, Japan og Kanada, þar sem innflutningsbanninu var mótmælt, þar sem það græfi undan alþjóðlega viðurkenndum grundvallarreglum um verndun og nýtingu sjávarauðlinda í Norður-Atlantshafi.

Norska blaðið ABC segir hins vegar að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem sé hallur undir Evrópusambandið, sé andvígur stuðningi við deilur Noregs og Kanada við Evrópusambandið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×