Enski boltinn

Nani missir af næstu þremur leikjum United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nani er hér borinn af velli.
Nani er hér borinn af velli. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur staðfest að Nani verði frá vegna meiðsla fram yfir landsleikjafríið síðar í mánuðinum.

Nani mun því missa af næstu þremur leikjum með United að minnsta kosti en liðið mætir Arsenal í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar á morgun.

Nani fékk ljótan skurð í leik United gegn Liverpool um síðustu helgi eftir tæklingu Jamie Carragher.

„Það er sem betur fer búið að loka sárinu og þurfum við nú að vernda það fyrir sýkingu og bólgum. Það er erfitt að segja hvenær hann verði orðinn aftur klár en það verður ekki fyrr en eftir leikinn gegn Bolton (eftir rúma viku).“

Rio Ferdinand hefur einnig átt við meiðsli að stríða og verður ekki með í leiknum á morgun, né heldur Ji-Sung Park og Antonio Valencia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×