Innlent

Allir Íslendingar í Japan óhultir

Stefán Lárus Stefánsson er sendiherra í Japan.
Stefán Lárus Stefánsson er sendiherra í Japan.
Sendiráð Íslands í Japan hefur tekist að ná sambandi við alla þá Íslendinga sem vitað erum í Japan og eru þeir allir óhultir.

Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að borgaraþjónusta ráðuneytisins vinni nú að því að afla fyllri upplýsinga um staðsetningu þeirra og aðstæður.

Ráðuneytið vill enn hvetja Íslendinga í Japan til að fylgjast vel með fyrirmælum stjórnvalda og fréttaflutningi.

Vakt verður í utanríkisráðuneytinu yfir helgina vegna ástandsins í Japan.

Hægt er að ná sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900 eða með því að senda tölvupóst á netfangið help@mfa.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×