Enski boltinn

Palacios frá í þrjár vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Wilson Palacios gekkst í gær undir aðgerð á hné og verður frá vegna þessa næstu þrjár vikurnar.

Hann kvartaði undan verki í hnénu eftir æfingu á fimmtudaginn en hann hefur ekki spilað með Tottenham síðan að liðið vann 3-1 sigur á Blacpool í síðasta mánuði.

Palacios hefur komið við sögu í 20 deildarleikjum á tímabilinu en að undanförnu hefur Sandro staðið sig vel á miðjunni og því hefur Palacios fengið minna að spila.

Palacios er frá Hondúras en kom fyrst til Englands árið 2007 og spilaði þá með Birmingham. Hann gekk svo til liðs við Wigan þar sem hann var í eitt ár áður en Tottenham keypti hann í janúar árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×