Íslenski boltinn

Rúnar orðaður við þjálfarastöðu hjá Lokeren

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson. Mynd/Valli
Belgískir fjölmiðlar hafa skrifað um það í dag að Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga, komi til greina í stöðu aðstoðarþjálfara hjá Lokeren fyrir næsta keppnistímabil en vefsíðan fótbolt.net hefur þetta eftir fréttum frá Belgíu.

Peter Maes er stjóri Lokren-liðsins en hann er á sínu fyrsta tímabili með liðið. Stephane Vander Heyde hefur verið aðstoðarmaður hans en er nú á leiðinni yfir til Club Brugge og þykir Rúnar koma sterklega til greina sem eftirmaður hans.

Rúnar lék með Lokeren frá 2000 til 2007 og hefur oft verið kosinn í hóp bestu leikmanna í sögu félagsins.

Rúnar er að hefja sitt annað tímabil hjá KR eftir að hafa tekið við af Loga Ólafssyni um mitt síðasta tímabil. Hann er með samning við ársins 2013 og það er pottþétt að KR-ingar eru ekki tilbúnir að sleppa honum enda búinn að gera flotta hluti með liðið á stuttum tíma.

Alfreð Finnbogason, besti leikmaður Pepsi-deildar karla 2010, er á sínu fyrsta tímabili með Lokeren en hann hefur skorað 3 mörk í fyrstu 7 leikjum sínum með liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×