Fótbolti

Benzema með tvö í sigri Real Madrid

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Karim Benzema fagnar marki í kvöld.
Karim Benzema fagnar marki í kvöld. Nordic Photos/Getty Images
Frakkinn Karim Benzema skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid sem vann mikilvægan útisigur á Racing Santander í kvöld, 1-3. Emmanuel Adebayor kom Real yfir á 24. mínútu og Benzema bætti við öðru marki þremur mínútum síðar.

Pablo Pinillos misnotaði vítaspyrnu fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks en Kennedy Bakircioglü minnkaði muninn á 70. mínútu. Benzema tryggði hins vegar Real mikilvæg þrjú stig er hann skoraði aftur á 75. mínútu.

Adebayor fékk tækifæri til að bæta við öðru marki sínu í leiknum þegar skammt var eftir af leiknum en misnotaði vítaspyrnu. Með sigrinum halda Madridingar lífi í möguleikum sínum á spænska titlinum en liðið er með 67 stig og er sjö stigum á eftir Barcelona sem trónir á toppi spænsku deildarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×