Jarðeðlisfræðingur: Ef þetta er kvika þá er þetta eitthvað nýtt Símon Birgisson skrifar 27. febrúar 2011 18:42 Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjaneshrygg síðastliðna nótt og í dag. Stærsti skjálftinn, fjórir komma tveir á richter varð um klukkan hálf sex síðdegis. Annar litlu minni skjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Búast má við aukinni skjálftavirkni á þessu svæði og segir jarðeðlisfræðingur að kvikusöfnun á Krýsuvíkursvæðinu geti verið orsök hræringanna. Sigrún Hreinsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að Krýsuvíkursvæðið hafi alltaf verið frekar virkt. „En núna að undanförnu höfum við verið að skoða atburði sem eru óvenjulegir. Við settum GPS mælitæki í stöð 2007. Í byrjun árs 2009 fór stöðin að sýna þennslu sem gekk síðan til baka en í maí 2010 hefur svæðið verið að rísa aftur. Skjálftavirknin sem við erum að fá núna er afleiðing af þessari þennslu sem er í gangi þarna," segir Sigrún. Hvað gæti útskýrt svona þennslu? „Algengustu þennslusvæðin eru vegna eldvirkni, það er það sem við þekkjum best. En það hefur ekki verið mikið af eldvirkni á Reykjanesi í nokkur hundruð ár. Ef þetta er kvika þá er þetta eitthvað nýtt, alllavega eitthvað sem við höfum ekki séð áður," segir Sigrún. Jarðskjálftinn í morgun var hluti af stórri jarðskjálftahrinu. Hrinan náði hámarki í morgun þegar þrír skjálftar yfir 3 stig á mældust - sá stærsti var upp á fjóra á Richter skalanum. Í Krýsuvíkurskólanum, nokkrum kílómetrum frá upptökum skjálftans sögðu vistmenn, sem fréttastofa ræddi við, að allt hefði leikið á reiðiskjálfi. Fjöldi eftirskjálfta mældust svo í dag. Og er hægt að spá einhverju um framhaldið? „Nei, en fyrst þetta er komið upp í þessa stöðu og heldur áfram má búast við aukinni skjálftavirkni. Við erum með virkt svæði og þegar við bætum svona þennslu þá erum við að auka virknina á þessu svæði," segir Sigrún. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjaneshrygg síðastliðna nótt og í dag. Stærsti skjálftinn, fjórir komma tveir á richter varð um klukkan hálf sex síðdegis. Annar litlu minni skjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Búast má við aukinni skjálftavirkni á þessu svæði og segir jarðeðlisfræðingur að kvikusöfnun á Krýsuvíkursvæðinu geti verið orsök hræringanna. Sigrún Hreinsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að Krýsuvíkursvæðið hafi alltaf verið frekar virkt. „En núna að undanförnu höfum við verið að skoða atburði sem eru óvenjulegir. Við settum GPS mælitæki í stöð 2007. Í byrjun árs 2009 fór stöðin að sýna þennslu sem gekk síðan til baka en í maí 2010 hefur svæðið verið að rísa aftur. Skjálftavirknin sem við erum að fá núna er afleiðing af þessari þennslu sem er í gangi þarna," segir Sigrún. Hvað gæti útskýrt svona þennslu? „Algengustu þennslusvæðin eru vegna eldvirkni, það er það sem við þekkjum best. En það hefur ekki verið mikið af eldvirkni á Reykjanesi í nokkur hundruð ár. Ef þetta er kvika þá er þetta eitthvað nýtt, alllavega eitthvað sem við höfum ekki séð áður," segir Sigrún. Jarðskjálftinn í morgun var hluti af stórri jarðskjálftahrinu. Hrinan náði hámarki í morgun þegar þrír skjálftar yfir 3 stig á mældust - sá stærsti var upp á fjóra á Richter skalanum. Í Krýsuvíkurskólanum, nokkrum kílómetrum frá upptökum skjálftans sögðu vistmenn, sem fréttastofa ræddi við, að allt hefði leikið á reiðiskjálfi. Fjöldi eftirskjálfta mældust svo í dag. Og er hægt að spá einhverju um framhaldið? „Nei, en fyrst þetta er komið upp í þessa stöðu og heldur áfram má búast við aukinni skjálftavirkni. Við erum með virkt svæði og þegar við bætum svona þennslu þá erum við að auka virknina á þessu svæði," segir Sigrún.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira