Halldór og Eiki stofna snjóbrettafyrirtæki 28. janúar 2011 21:30 Halldór Helgason keppir á X Games í annað sinn um helgina. Snjóbrettaíþróttin er hans aðalstarf en hann og Eiríkur bróðir hans hafa stofnað fyrirtækið Lobster og hanna snjóbretti undir því nafni. „Þetta er mjög þægileg vinna, maður þarf bara að vera á snjóbretti eins mikið og maður getur, filma og keppa og taka ljósmyndir. Þetta er samt alls ekki létt vinna, maður ferðast mikið og þegar verið er að taka myndir tekur það yfirleitt fimm tíma," segir Halldór Helgason sem hefur snjóbrettaiðkun að atvinnu og hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á ýmsum mótum, meðal annars X Games í fyrra. Hann byrjaði ungur að renna sér á snjóbretti. „Ég var níu ára og fékk áhugann frá Eiríki bróður mínum. Ég var á snjóbretti á hverjum einasta degi heima á Akureyri, á handriðum niðri í bæ eða að leika mér í Hlíðarfjalli," segir Halldór sem hélt utan til Svíþjóðar árið 2008, þá 17 ára gamall, til að fara í snjóbrettaskóla. „Það hjálpaði mér mest af öllu," segir hann. En hvernig er hægt að lifa af snjóbrettaíþróttinni? „Maður fær borgað frá sponsornum sínum. Maður fær borguð mánaðarlaun, fær öll föt frítt, ferðast frítt og fær allt sem tengist snjóbrettunum frítt. Á sumrin getur maður svo bara slappað af og verið á hjólabretti. Ég hef því yfir litlu að kvarta," segir hann glettinn. Halldór og Eiríkur bróðir hans fylgjast jafnan að og halda úti vefsíðunni www.helgasons.com þar sem þeir sýna myndbönd og segja fréttir af sér. Nýjasta uppátæki þeirra bræðra er að stofna fyrirtæki. „Já, það er snjóbrettafyrirtæki sem heitir Lobster," segir Halldór en fleira hafa þeir á prjónunum. „Við erum líka með beltafyrirtæki sem heitir 7-9-13 og hjálpum líka mikið með húfufyrirtækið Hoppipolla," segir hann. „Þetta er allt að byrja svo er bara að sjá hvað gerist." Halldór segist yfirleitt taka þátt í um fjórum stórum keppnum á hverju ári. „Ég reyni þó að gera ekki of mikið af því. Mér finnst mun skemmtilegra að mynda," segir hann enda skiptir það miklu að hafa yfir góðum myndum að ráða til að komast áfram í snjóbrettaheiminum. Halldór er að fara að keppa í annað sinn á X Games í Aspen um helgina en hann stóð sig vel á keppninni í fyrra. „Þá byrjaði ég með að vinna byrjunarkeppnina fyrir Slopestyle. Svo endaði ég með að vinna Big air sem ég bjóst engan vegin við. Í úrslitunum í Slopestyle lenti ég hins vegar ekki nógu vel," segir Halldór sem hlakkar til að taka þátt í keppninni um helgina. „Ég hef bara sama plan og á öðrum mótum að reyna að gera mitt besta og sjá hvað gerist. Kannski á ég góðan dag og kannski ekki."- sg Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Halldór Helgason keppir á X Games í annað sinn um helgina. Snjóbrettaíþróttin er hans aðalstarf en hann og Eiríkur bróðir hans hafa stofnað fyrirtækið Lobster og hanna snjóbretti undir því nafni. „Þetta er mjög þægileg vinna, maður þarf bara að vera á snjóbretti eins mikið og maður getur, filma og keppa og taka ljósmyndir. Þetta er samt alls ekki létt vinna, maður ferðast mikið og þegar verið er að taka myndir tekur það yfirleitt fimm tíma," segir Halldór Helgason sem hefur snjóbrettaiðkun að atvinnu og hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á ýmsum mótum, meðal annars X Games í fyrra. Hann byrjaði ungur að renna sér á snjóbretti. „Ég var níu ára og fékk áhugann frá Eiríki bróður mínum. Ég var á snjóbretti á hverjum einasta degi heima á Akureyri, á handriðum niðri í bæ eða að leika mér í Hlíðarfjalli," segir Halldór sem hélt utan til Svíþjóðar árið 2008, þá 17 ára gamall, til að fara í snjóbrettaskóla. „Það hjálpaði mér mest af öllu," segir hann. En hvernig er hægt að lifa af snjóbrettaíþróttinni? „Maður fær borgað frá sponsornum sínum. Maður fær borguð mánaðarlaun, fær öll föt frítt, ferðast frítt og fær allt sem tengist snjóbrettunum frítt. Á sumrin getur maður svo bara slappað af og verið á hjólabretti. Ég hef því yfir litlu að kvarta," segir hann glettinn. Halldór og Eiríkur bróðir hans fylgjast jafnan að og halda úti vefsíðunni www.helgasons.com þar sem þeir sýna myndbönd og segja fréttir af sér. Nýjasta uppátæki þeirra bræðra er að stofna fyrirtæki. „Já, það er snjóbrettafyrirtæki sem heitir Lobster," segir Halldór en fleira hafa þeir á prjónunum. „Við erum líka með beltafyrirtæki sem heitir 7-9-13 og hjálpum líka mikið með húfufyrirtækið Hoppipolla," segir hann. „Þetta er allt að byrja svo er bara að sjá hvað gerist." Halldór segist yfirleitt taka þátt í um fjórum stórum keppnum á hverju ári. „Ég reyni þó að gera ekki of mikið af því. Mér finnst mun skemmtilegra að mynda," segir hann enda skiptir það miklu að hafa yfir góðum myndum að ráða til að komast áfram í snjóbrettaheiminum. Halldór er að fara að keppa í annað sinn á X Games í Aspen um helgina en hann stóð sig vel á keppninni í fyrra. „Þá byrjaði ég með að vinna byrjunarkeppnina fyrir Slopestyle. Svo endaði ég með að vinna Big air sem ég bjóst engan vegin við. Í úrslitunum í Slopestyle lenti ég hins vegar ekki nógu vel," segir Halldór sem hlakkar til að taka þátt í keppninni um helgina. „Ég hef bara sama plan og á öðrum mótum að reyna að gera mitt besta og sjá hvað gerist. Kannski á ég góðan dag og kannski ekki."- sg
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira