Halldór og Eiki stofna snjóbrettafyrirtæki 28. janúar 2011 21:30 Halldór Helgason keppir á X Games í annað sinn um helgina. Snjóbrettaíþróttin er hans aðalstarf en hann og Eiríkur bróðir hans hafa stofnað fyrirtækið Lobster og hanna snjóbretti undir því nafni. „Þetta er mjög þægileg vinna, maður þarf bara að vera á snjóbretti eins mikið og maður getur, filma og keppa og taka ljósmyndir. Þetta er samt alls ekki létt vinna, maður ferðast mikið og þegar verið er að taka myndir tekur það yfirleitt fimm tíma," segir Halldór Helgason sem hefur snjóbrettaiðkun að atvinnu og hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á ýmsum mótum, meðal annars X Games í fyrra. Hann byrjaði ungur að renna sér á snjóbretti. „Ég var níu ára og fékk áhugann frá Eiríki bróður mínum. Ég var á snjóbretti á hverjum einasta degi heima á Akureyri, á handriðum niðri í bæ eða að leika mér í Hlíðarfjalli," segir Halldór sem hélt utan til Svíþjóðar árið 2008, þá 17 ára gamall, til að fara í snjóbrettaskóla. „Það hjálpaði mér mest af öllu," segir hann. En hvernig er hægt að lifa af snjóbrettaíþróttinni? „Maður fær borgað frá sponsornum sínum. Maður fær borguð mánaðarlaun, fær öll föt frítt, ferðast frítt og fær allt sem tengist snjóbrettunum frítt. Á sumrin getur maður svo bara slappað af og verið á hjólabretti. Ég hef því yfir litlu að kvarta," segir hann glettinn. Halldór og Eiríkur bróðir hans fylgjast jafnan að og halda úti vefsíðunni www.helgasons.com þar sem þeir sýna myndbönd og segja fréttir af sér. Nýjasta uppátæki þeirra bræðra er að stofna fyrirtæki. „Já, það er snjóbrettafyrirtæki sem heitir Lobster," segir Halldór en fleira hafa þeir á prjónunum. „Við erum líka með beltafyrirtæki sem heitir 7-9-13 og hjálpum líka mikið með húfufyrirtækið Hoppipolla," segir hann. „Þetta er allt að byrja svo er bara að sjá hvað gerist." Halldór segist yfirleitt taka þátt í um fjórum stórum keppnum á hverju ári. „Ég reyni þó að gera ekki of mikið af því. Mér finnst mun skemmtilegra að mynda," segir hann enda skiptir það miklu að hafa yfir góðum myndum að ráða til að komast áfram í snjóbrettaheiminum. Halldór er að fara að keppa í annað sinn á X Games í Aspen um helgina en hann stóð sig vel á keppninni í fyrra. „Þá byrjaði ég með að vinna byrjunarkeppnina fyrir Slopestyle. Svo endaði ég með að vinna Big air sem ég bjóst engan vegin við. Í úrslitunum í Slopestyle lenti ég hins vegar ekki nógu vel," segir Halldór sem hlakkar til að taka þátt í keppninni um helgina. „Ég hef bara sama plan og á öðrum mótum að reyna að gera mitt besta og sjá hvað gerist. Kannski á ég góðan dag og kannski ekki."- sg Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Sjá meira
Halldór Helgason keppir á X Games í annað sinn um helgina. Snjóbrettaíþróttin er hans aðalstarf en hann og Eiríkur bróðir hans hafa stofnað fyrirtækið Lobster og hanna snjóbretti undir því nafni. „Þetta er mjög þægileg vinna, maður þarf bara að vera á snjóbretti eins mikið og maður getur, filma og keppa og taka ljósmyndir. Þetta er samt alls ekki létt vinna, maður ferðast mikið og þegar verið er að taka myndir tekur það yfirleitt fimm tíma," segir Halldór Helgason sem hefur snjóbrettaiðkun að atvinnu og hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á ýmsum mótum, meðal annars X Games í fyrra. Hann byrjaði ungur að renna sér á snjóbretti. „Ég var níu ára og fékk áhugann frá Eiríki bróður mínum. Ég var á snjóbretti á hverjum einasta degi heima á Akureyri, á handriðum niðri í bæ eða að leika mér í Hlíðarfjalli," segir Halldór sem hélt utan til Svíþjóðar árið 2008, þá 17 ára gamall, til að fara í snjóbrettaskóla. „Það hjálpaði mér mest af öllu," segir hann. En hvernig er hægt að lifa af snjóbrettaíþróttinni? „Maður fær borgað frá sponsornum sínum. Maður fær borguð mánaðarlaun, fær öll föt frítt, ferðast frítt og fær allt sem tengist snjóbrettunum frítt. Á sumrin getur maður svo bara slappað af og verið á hjólabretti. Ég hef því yfir litlu að kvarta," segir hann glettinn. Halldór og Eiríkur bróðir hans fylgjast jafnan að og halda úti vefsíðunni www.helgasons.com þar sem þeir sýna myndbönd og segja fréttir af sér. Nýjasta uppátæki þeirra bræðra er að stofna fyrirtæki. „Já, það er snjóbrettafyrirtæki sem heitir Lobster," segir Halldór en fleira hafa þeir á prjónunum. „Við erum líka með beltafyrirtæki sem heitir 7-9-13 og hjálpum líka mikið með húfufyrirtækið Hoppipolla," segir hann. „Þetta er allt að byrja svo er bara að sjá hvað gerist." Halldór segist yfirleitt taka þátt í um fjórum stórum keppnum á hverju ári. „Ég reyni þó að gera ekki of mikið af því. Mér finnst mun skemmtilegra að mynda," segir hann enda skiptir það miklu að hafa yfir góðum myndum að ráða til að komast áfram í snjóbrettaheiminum. Halldór er að fara að keppa í annað sinn á X Games í Aspen um helgina en hann stóð sig vel á keppninni í fyrra. „Þá byrjaði ég með að vinna byrjunarkeppnina fyrir Slopestyle. Svo endaði ég með að vinna Big air sem ég bjóst engan vegin við. Í úrslitunum í Slopestyle lenti ég hins vegar ekki nógu vel," segir Halldór sem hlakkar til að taka þátt í keppninni um helgina. „Ég hef bara sama plan og á öðrum mótum að reyna að gera mitt besta og sjá hvað gerist. Kannski á ég góðan dag og kannski ekki."- sg
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Sjá meira