Halldór og Eiki stofna snjóbrettafyrirtæki 28. janúar 2011 21:30 Halldór Helgason keppir á X Games í annað sinn um helgina. Snjóbrettaíþróttin er hans aðalstarf en hann og Eiríkur bróðir hans hafa stofnað fyrirtækið Lobster og hanna snjóbretti undir því nafni. „Þetta er mjög þægileg vinna, maður þarf bara að vera á snjóbretti eins mikið og maður getur, filma og keppa og taka ljósmyndir. Þetta er samt alls ekki létt vinna, maður ferðast mikið og þegar verið er að taka myndir tekur það yfirleitt fimm tíma," segir Halldór Helgason sem hefur snjóbrettaiðkun að atvinnu og hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á ýmsum mótum, meðal annars X Games í fyrra. Hann byrjaði ungur að renna sér á snjóbretti. „Ég var níu ára og fékk áhugann frá Eiríki bróður mínum. Ég var á snjóbretti á hverjum einasta degi heima á Akureyri, á handriðum niðri í bæ eða að leika mér í Hlíðarfjalli," segir Halldór sem hélt utan til Svíþjóðar árið 2008, þá 17 ára gamall, til að fara í snjóbrettaskóla. „Það hjálpaði mér mest af öllu," segir hann. En hvernig er hægt að lifa af snjóbrettaíþróttinni? „Maður fær borgað frá sponsornum sínum. Maður fær borguð mánaðarlaun, fær öll föt frítt, ferðast frítt og fær allt sem tengist snjóbrettunum frítt. Á sumrin getur maður svo bara slappað af og verið á hjólabretti. Ég hef því yfir litlu að kvarta," segir hann glettinn. Halldór og Eiríkur bróðir hans fylgjast jafnan að og halda úti vefsíðunni www.helgasons.com þar sem þeir sýna myndbönd og segja fréttir af sér. Nýjasta uppátæki þeirra bræðra er að stofna fyrirtæki. „Já, það er snjóbrettafyrirtæki sem heitir Lobster," segir Halldór en fleira hafa þeir á prjónunum. „Við erum líka með beltafyrirtæki sem heitir 7-9-13 og hjálpum líka mikið með húfufyrirtækið Hoppipolla," segir hann. „Þetta er allt að byrja svo er bara að sjá hvað gerist." Halldór segist yfirleitt taka þátt í um fjórum stórum keppnum á hverju ári. „Ég reyni þó að gera ekki of mikið af því. Mér finnst mun skemmtilegra að mynda," segir hann enda skiptir það miklu að hafa yfir góðum myndum að ráða til að komast áfram í snjóbrettaheiminum. Halldór er að fara að keppa í annað sinn á X Games í Aspen um helgina en hann stóð sig vel á keppninni í fyrra. „Þá byrjaði ég með að vinna byrjunarkeppnina fyrir Slopestyle. Svo endaði ég með að vinna Big air sem ég bjóst engan vegin við. Í úrslitunum í Slopestyle lenti ég hins vegar ekki nógu vel," segir Halldór sem hlakkar til að taka þátt í keppninni um helgina. „Ég hef bara sama plan og á öðrum mótum að reyna að gera mitt besta og sjá hvað gerist. Kannski á ég góðan dag og kannski ekki."- sg Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Halldór Helgason keppir á X Games í annað sinn um helgina. Snjóbrettaíþróttin er hans aðalstarf en hann og Eiríkur bróðir hans hafa stofnað fyrirtækið Lobster og hanna snjóbretti undir því nafni. „Þetta er mjög þægileg vinna, maður þarf bara að vera á snjóbretti eins mikið og maður getur, filma og keppa og taka ljósmyndir. Þetta er samt alls ekki létt vinna, maður ferðast mikið og þegar verið er að taka myndir tekur það yfirleitt fimm tíma," segir Halldór Helgason sem hefur snjóbrettaiðkun að atvinnu og hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á ýmsum mótum, meðal annars X Games í fyrra. Hann byrjaði ungur að renna sér á snjóbretti. „Ég var níu ára og fékk áhugann frá Eiríki bróður mínum. Ég var á snjóbretti á hverjum einasta degi heima á Akureyri, á handriðum niðri í bæ eða að leika mér í Hlíðarfjalli," segir Halldór sem hélt utan til Svíþjóðar árið 2008, þá 17 ára gamall, til að fara í snjóbrettaskóla. „Það hjálpaði mér mest af öllu," segir hann. En hvernig er hægt að lifa af snjóbrettaíþróttinni? „Maður fær borgað frá sponsornum sínum. Maður fær borguð mánaðarlaun, fær öll föt frítt, ferðast frítt og fær allt sem tengist snjóbrettunum frítt. Á sumrin getur maður svo bara slappað af og verið á hjólabretti. Ég hef því yfir litlu að kvarta," segir hann glettinn. Halldór og Eiríkur bróðir hans fylgjast jafnan að og halda úti vefsíðunni www.helgasons.com þar sem þeir sýna myndbönd og segja fréttir af sér. Nýjasta uppátæki þeirra bræðra er að stofna fyrirtæki. „Já, það er snjóbrettafyrirtæki sem heitir Lobster," segir Halldór en fleira hafa þeir á prjónunum. „Við erum líka með beltafyrirtæki sem heitir 7-9-13 og hjálpum líka mikið með húfufyrirtækið Hoppipolla," segir hann. „Þetta er allt að byrja svo er bara að sjá hvað gerist." Halldór segist yfirleitt taka þátt í um fjórum stórum keppnum á hverju ári. „Ég reyni þó að gera ekki of mikið af því. Mér finnst mun skemmtilegra að mynda," segir hann enda skiptir það miklu að hafa yfir góðum myndum að ráða til að komast áfram í snjóbrettaheiminum. Halldór er að fara að keppa í annað sinn á X Games í Aspen um helgina en hann stóð sig vel á keppninni í fyrra. „Þá byrjaði ég með að vinna byrjunarkeppnina fyrir Slopestyle. Svo endaði ég með að vinna Big air sem ég bjóst engan vegin við. Í úrslitunum í Slopestyle lenti ég hins vegar ekki nógu vel," segir Halldór sem hlakkar til að taka þátt í keppninni um helgina. „Ég hef bara sama plan og á öðrum mótum að reyna að gera mitt besta og sjá hvað gerist. Kannski á ég góðan dag og kannski ekki."- sg
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira