Eyjólfur: Má búast við breytingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2011 18:45 Eyjólfur Sverrisson hefur ekki útilokað að breyta til í leiknum gegn Danmörku á morgun, bæði hvað varðar leikkerfi og byrjunarlið íslenska U-21 liðsins. Ísland mætir Danmörku á morgun eftir að hafa tapað fyrstu leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu. Liðið verður að vinna stórt til að eiga möguleika á að komast áfram en ljóst er að Danir munu einnig sækja til sigurs í leiknum. „Þetta verður tvísýnn leikur en Danirnir verða á heimavelli og með fullt af áhorfendum á bak við sig. Ég vil því hvetja okkar leikmenn til að nýta sér það, skemmta sér og sýna sitt rétt andlit." „Danir halda boltanum vel og eru mikið í stuttu spili. Þeir eru með Eriksen, tíuna á miðjunni og svo Jörgensen úti vinstra megin sem eru báðir mjög hættulegir leikmenn. Þeir eru líka með mjög öflugt lið sem hefur vaxið í þessari keppni. Gegn Hvít-Rússum voru þeir mjög góðir og unnu þann leik í raun sannfærandi." „Við munum fara yfir allt þetta með leikmönnunum okkar svo að það verði ekkert sem komi þeim á óvart í leiknum." Eyjólfur breytti í 4-4-2 í leiknum gegn Sviss og útilokar ekki að frekari breytingar verða gerðar fyrir leikinn á morgun. „Það er allt í stöðunni. Við erum að skoða hvernig leikmannahópurinn er og hvaða leikmenn eru klárir í verkefnið. Þá má því búast við einhverjum breytingum. Við viljum velja þá menn sem eru tilbúnir og spila kerfi sem hentar vel gegn þeim. Við munum nota daginn til að kryfja þeirra leik og svo tökum við ákvörðun annað hvort í kvöld eða í fyrramálið." Hann segir að Jóhann Berg Gunnarsson verði klár í slaginn á morgun eftir meiðsli og þá kemur Aron Einar Gunnarsson aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. „Aron spilaði gríðarlega vel þann tíma sem hann var inn á gegn Hvíta-Rússlandi og er hann góður karakter fyrir liðið." Um markmið Íslands fyrir leikinn á morgun segir hann enn það fyrsta gilda - að komast upp úr riðlinum. „Við eigum enn möguleika á því og við munum ekki missa sjónar af því. Við viljum koma marki á þá sem fyrst en gæti líka vel verið að við skorum fjögur mörk á þá á síðasta korterinu - um leið og við skorum þurfa þeir að opna leikinn því þeir geta ekki leyft sér að tapa. Þetta gæti því orðið mjög opinn og skemmtilegur leikur og verða menn að sýna þolinmæði - við þurfum ekki að vera komnir fjórum mörkum yfir eftir korter." Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson hefur ekki útilokað að breyta til í leiknum gegn Danmörku á morgun, bæði hvað varðar leikkerfi og byrjunarlið íslenska U-21 liðsins. Ísland mætir Danmörku á morgun eftir að hafa tapað fyrstu leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu. Liðið verður að vinna stórt til að eiga möguleika á að komast áfram en ljóst er að Danir munu einnig sækja til sigurs í leiknum. „Þetta verður tvísýnn leikur en Danirnir verða á heimavelli og með fullt af áhorfendum á bak við sig. Ég vil því hvetja okkar leikmenn til að nýta sér það, skemmta sér og sýna sitt rétt andlit." „Danir halda boltanum vel og eru mikið í stuttu spili. Þeir eru með Eriksen, tíuna á miðjunni og svo Jörgensen úti vinstra megin sem eru báðir mjög hættulegir leikmenn. Þeir eru líka með mjög öflugt lið sem hefur vaxið í þessari keppni. Gegn Hvít-Rússum voru þeir mjög góðir og unnu þann leik í raun sannfærandi." „Við munum fara yfir allt þetta með leikmönnunum okkar svo að það verði ekkert sem komi þeim á óvart í leiknum." Eyjólfur breytti í 4-4-2 í leiknum gegn Sviss og útilokar ekki að frekari breytingar verða gerðar fyrir leikinn á morgun. „Það er allt í stöðunni. Við erum að skoða hvernig leikmannahópurinn er og hvaða leikmenn eru klárir í verkefnið. Þá má því búast við einhverjum breytingum. Við viljum velja þá menn sem eru tilbúnir og spila kerfi sem hentar vel gegn þeim. Við munum nota daginn til að kryfja þeirra leik og svo tökum við ákvörðun annað hvort í kvöld eða í fyrramálið." Hann segir að Jóhann Berg Gunnarsson verði klár í slaginn á morgun eftir meiðsli og þá kemur Aron Einar Gunnarsson aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. „Aron spilaði gríðarlega vel þann tíma sem hann var inn á gegn Hvíta-Rússlandi og er hann góður karakter fyrir liðið." Um markmið Íslands fyrir leikinn á morgun segir hann enn það fyrsta gilda - að komast upp úr riðlinum. „Við eigum enn möguleika á því og við munum ekki missa sjónar af því. Við viljum koma marki á þá sem fyrst en gæti líka vel verið að við skorum fjögur mörk á þá á síðasta korterinu - um leið og við skorum þurfa þeir að opna leikinn því þeir geta ekki leyft sér að tapa. Þetta gæti því orðið mjög opinn og skemmtilegur leikur og verða menn að sýna þolinmæði - við þurfum ekki að vera komnir fjórum mörkum yfir eftir korter."
Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti