Umfjöllun: Sárgrætileg niðurstaða eftir glæsilegan sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar 18. júní 2011 10:59 Jóhann Berg Guðmundsson kom inn í íslenska liðið á nýjan leik og stóð sig vel Mynd/Getty Ísland var ótrúlega nálægt því að komast áfram í undanúrslit á EM U-21 liða í Danmörku í kvöld eftir sigur á heimamönnum, 3-1. Ólympíudraumurinn er þar með úr sögunni. Kolbeinn Sigþórsson, Birkir Bjarnason og Hjörtur Logi Valgarðsson skoruðu mörk Íslands í leiknum sem er nú úr leik á mótinu. Danir féllu einnig úr leik á mótinu í kvöld og urðu reyndar í neðsta sæti riðilsins. Hvíta-Rússland, Ísland og Danmörk fengu öll þrjú stig í A-riðli en Hvít-Rússar komust áfram á besta markahlutfallinu í innbyrðisviðureignum liðanna þriggja. Sviss vann alla leiki sína í riðlinum og er til alls líklegt á mótinu. Strákarnir í íslenska U-21 liðinu vissu manna sjálfir best að þeir væru búnir að spila langt undir getu í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu sem töpuðust báðir, 2-0. Þeir gerðu það sem þeir ætluðu sér í kvöld - að sýna sitt rétta andlit, skora mörk og vinna sér inn stig. Það eina sem vantaði upp á var að stíga síðasta skrefið til fulls og komast upp úr riðlinum. Óhætt er að segja að leikmennirnir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að láta drauminn rætast. Þeir gáfu sig allan í leikinn, frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og börðust til síðasta blóðdropa. Það yrði hreinlega of langt mál að rekja öll dauðafærin sem leikurinn bauð upp á eins og venjan er í greinum sem þessum. Marktilraunirnar urðu alls 43, samkvæmt opinberri tölfræði UEFA, og þar af hæfðu fimmtán skot markrammann. Danir skutu oftar á markið og voru örlítið meira með boltann en það segir aðeins hluta sögunnar. Staðreyndin er sú að Ísland spilaði mjög vel í leiknum, þá sérstaklega í síðari hálfleik þar sem liðið komst verðskuldað yfir með mörkum á 58. og 60. mínútu sem lagði grunninn að sigrinum. Danir áttu líka verðskuldað að skora sitt mark. Þeir áttu fjölda dauðafæra sem annað hvort þeir voru klaufar að nýta sér ekki eða þá að þeir létu Harald Björnsson, sem átti stórleik í íslenska markinu, verja frá sér. Eggert Gunnþór Jónsson átti með öllu eðlilegu að koma Íslandi yfir á 20. mínútu þegar hann skallaði að marki eftir fyrirgjöf Gylfa Þórs úr aukaspyrnu. En markvörður Dana, Mikkel Andersen, sýndi ótrúleg viðbrögð og náði að blaka boltanum yfir markið. Danir fengu álíka dauðafæri í fyrri hálfleik er Nicki Bille Nielsen fékk nánast frítt skot í vítateignum, einn gegn Haraldi, en sendi knöttinn fram hjá. Hafi fyrri hálfleikur verið fjörlegur átti hann ekkert í þann síðari. Kolbeinn kom Íslandi á bragðið með marki af stuttu færi á 58. mínútu eftir þunga íslenska sókn. Tveimur mínútum síðar var Ísland aftur komið í sókn og í þetta sinn skallaði Birkir Bjarnason knöttinn í netið eftir glæsilegan undirbúning Gylfa Þórs. Þegar þarna var komið þurftu bæði lið að sækja. Danir til að jafna leikinn og Ísland til að skora minnst eitt mark í viðbót - helst tvö. Síðustu 30 mínúturnar eru einhverjar þær ótrúlegustu sem undirritaður hefur orðið vitni að - og var stemningin á vellinum sérstaklega mögnuð. Tæplega tíu þúsund áhorfendur sem tóku þátt í hverri einustu hreyfingu það sem eftir lifði leiksins. Danir skutu í slána, Kolbeinn skaut í stöng, bæði lið skoruðu rangstöðumörk og Íslendingar heimtuðu víti. Auk þess fengu leikmenn beggja liða fullt, fullt af góðum skotfærum. Því miður, eftir á að hyggja, áttu Danir eftir að skora. Það kom á 81. mínútu og var Bashkim Kadrii þar að verki með skalla á fjærstöng eftir fyrirgjöf frá hægri. Staðan því orðin 2-1 og Ísland þurfti enn tvö mörk. Hjörtur Logi Valgarðsson tryggði Íslandi endanlega sigur í leiknum með þrumufleyg sem fór í slánna og inn á 91. mínútu leiksins en það þurfti enn eitt mark til. Því miður kom það ekki. Það kom svo á daginn að Svisslendingar unnu sinn leik gegn Hvíta-Rússlandi, 3-0, sem þýðir að 3-0 sigur hefði dugað Íslandi til að komast áfram. En allt kom fyrir ekki og gengu bæði lið niðurlút af velli í Álaborg í kvöld. Á meðan fögnuðu bæði liðin í Árósum en þar fór leikurinn fram fyrir nánast tómum velli. Stemningin og fjöldinn var í Álaborg en þar urðu bæði danskir og íslenskir stuðningsmenn að sætta sig við sárgrætilega niðurstöðu. Íslendingar geta þó huggað sig við sigurinn í kvöld og geta strákarnir gengið stoltir frá borði eftir frammistöðuna í kvöld. Hún verður lengi í minnum höfð.Ísland - Danmörk 3-1Dómari: Mazic Milorad, Serbíu.Skot (á mark): 17-26 (7-8)Varin skot: Haraldur 7 - Andersen 4Horn: 4-9Aukaspyrnur fengnar: 12-13Rangstöður: 4-4 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Ísland var ótrúlega nálægt því að komast áfram í undanúrslit á EM U-21 liða í Danmörku í kvöld eftir sigur á heimamönnum, 3-1. Ólympíudraumurinn er þar með úr sögunni. Kolbeinn Sigþórsson, Birkir Bjarnason og Hjörtur Logi Valgarðsson skoruðu mörk Íslands í leiknum sem er nú úr leik á mótinu. Danir féllu einnig úr leik á mótinu í kvöld og urðu reyndar í neðsta sæti riðilsins. Hvíta-Rússland, Ísland og Danmörk fengu öll þrjú stig í A-riðli en Hvít-Rússar komust áfram á besta markahlutfallinu í innbyrðisviðureignum liðanna þriggja. Sviss vann alla leiki sína í riðlinum og er til alls líklegt á mótinu. Strákarnir í íslenska U-21 liðinu vissu manna sjálfir best að þeir væru búnir að spila langt undir getu í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu sem töpuðust báðir, 2-0. Þeir gerðu það sem þeir ætluðu sér í kvöld - að sýna sitt rétta andlit, skora mörk og vinna sér inn stig. Það eina sem vantaði upp á var að stíga síðasta skrefið til fulls og komast upp úr riðlinum. Óhætt er að segja að leikmennirnir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að láta drauminn rætast. Þeir gáfu sig allan í leikinn, frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og börðust til síðasta blóðdropa. Það yrði hreinlega of langt mál að rekja öll dauðafærin sem leikurinn bauð upp á eins og venjan er í greinum sem þessum. Marktilraunirnar urðu alls 43, samkvæmt opinberri tölfræði UEFA, og þar af hæfðu fimmtán skot markrammann. Danir skutu oftar á markið og voru örlítið meira með boltann en það segir aðeins hluta sögunnar. Staðreyndin er sú að Ísland spilaði mjög vel í leiknum, þá sérstaklega í síðari hálfleik þar sem liðið komst verðskuldað yfir með mörkum á 58. og 60. mínútu sem lagði grunninn að sigrinum. Danir áttu líka verðskuldað að skora sitt mark. Þeir áttu fjölda dauðafæra sem annað hvort þeir voru klaufar að nýta sér ekki eða þá að þeir létu Harald Björnsson, sem átti stórleik í íslenska markinu, verja frá sér. Eggert Gunnþór Jónsson átti með öllu eðlilegu að koma Íslandi yfir á 20. mínútu þegar hann skallaði að marki eftir fyrirgjöf Gylfa Þórs úr aukaspyrnu. En markvörður Dana, Mikkel Andersen, sýndi ótrúleg viðbrögð og náði að blaka boltanum yfir markið. Danir fengu álíka dauðafæri í fyrri hálfleik er Nicki Bille Nielsen fékk nánast frítt skot í vítateignum, einn gegn Haraldi, en sendi knöttinn fram hjá. Hafi fyrri hálfleikur verið fjörlegur átti hann ekkert í þann síðari. Kolbeinn kom Íslandi á bragðið með marki af stuttu færi á 58. mínútu eftir þunga íslenska sókn. Tveimur mínútum síðar var Ísland aftur komið í sókn og í þetta sinn skallaði Birkir Bjarnason knöttinn í netið eftir glæsilegan undirbúning Gylfa Þórs. Þegar þarna var komið þurftu bæði lið að sækja. Danir til að jafna leikinn og Ísland til að skora minnst eitt mark í viðbót - helst tvö. Síðustu 30 mínúturnar eru einhverjar þær ótrúlegustu sem undirritaður hefur orðið vitni að - og var stemningin á vellinum sérstaklega mögnuð. Tæplega tíu þúsund áhorfendur sem tóku þátt í hverri einustu hreyfingu það sem eftir lifði leiksins. Danir skutu í slána, Kolbeinn skaut í stöng, bæði lið skoruðu rangstöðumörk og Íslendingar heimtuðu víti. Auk þess fengu leikmenn beggja liða fullt, fullt af góðum skotfærum. Því miður, eftir á að hyggja, áttu Danir eftir að skora. Það kom á 81. mínútu og var Bashkim Kadrii þar að verki með skalla á fjærstöng eftir fyrirgjöf frá hægri. Staðan því orðin 2-1 og Ísland þurfti enn tvö mörk. Hjörtur Logi Valgarðsson tryggði Íslandi endanlega sigur í leiknum með þrumufleyg sem fór í slánna og inn á 91. mínútu leiksins en það þurfti enn eitt mark til. Því miður kom það ekki. Það kom svo á daginn að Svisslendingar unnu sinn leik gegn Hvíta-Rússlandi, 3-0, sem þýðir að 3-0 sigur hefði dugað Íslandi til að komast áfram. En allt kom fyrir ekki og gengu bæði lið niðurlút af velli í Álaborg í kvöld. Á meðan fögnuðu bæði liðin í Árósum en þar fór leikurinn fram fyrir nánast tómum velli. Stemningin og fjöldinn var í Álaborg en þar urðu bæði danskir og íslenskir stuðningsmenn að sætta sig við sárgrætilega niðurstöðu. Íslendingar geta þó huggað sig við sigurinn í kvöld og geta strákarnir gengið stoltir frá borði eftir frammistöðuna í kvöld. Hún verður lengi í minnum höfð.Ísland - Danmörk 3-1Dómari: Mazic Milorad, Serbíu.Skot (á mark): 17-26 (7-8)Varin skot: Haraldur 7 - Andersen 4Horn: 4-9Aukaspyrnur fengnar: 12-13Rangstöður: 4-4
Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira