Eignir Jóns Ásgeirs enn kyrrsettar Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 30. júní 2010 18:38 Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi hafa verið kyrrsettar þrátt fyrir að tollstjóri hafi dregið kyrrsetningarbeiðni sína til baka. Sýslumaður hefur samþykkt kyrrsetningarbeiðni Glitnis banka á hendur honum. Skilanefnd Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding rétt fyrir páska. Þeim Jóni Ásgeiri og Pálma er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus, sem var forstjóri bankans, er sakaður um að hafa umbúðalaust framkvæmt skipanir þeirra félaga. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. Í tengslum við þetta mál krafðist skilanefndin kyrrsetningar á eignum þeirra hér á landi. Að auki hefur slitastjórn Glitnis höfðað mál gegn þeim og fleirum í New York og krafist kyrrsetningar, hjá breskum dómstóli, á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim. Samkvæmt þinglýstum gögnum frá Sýslumanni sem fréttastofa hefur undir höndum hafa eignir Jóns Ásgeirs verið kyrrsettar vegna þessa máls. Þær eignir sem um ræðir eru m.a. húseignir, glæsibifreiðar, jarðir, bankainnstæður og eignarhlutur í félaginu Þú Blásól. Samtals upp á rúmar 196,5 milljón króna. Kyrrsetningarbeiðnin hljóðaði aftur á móti upp á sex milljarða og vantar því um 5,8 milljarða upp á. Í fréttum okkar í gær kom fram að tollstjóri hefði fallið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs og tveggja annarra stjórnarmanna FL Group eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins. Mun þetta ekki breyta þeirri staðreynd að eignir Jóns Ásgeirs eru kyrrsettar, eina breytingin er sú að Glitnir banki á nú ríkari kröfu á eignir hans en skattrannsóknarstjóri. Ekki fást upplýsingar um hvernig kyrrsetningarmál þeirra Pálma og Lárusar standa. Innlent Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi hafa verið kyrrsettar þrátt fyrir að tollstjóri hafi dregið kyrrsetningarbeiðni sína til baka. Sýslumaður hefur samþykkt kyrrsetningarbeiðni Glitnis banka á hendur honum. Skilanefnd Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding rétt fyrir páska. Þeim Jóni Ásgeiri og Pálma er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus, sem var forstjóri bankans, er sakaður um að hafa umbúðalaust framkvæmt skipanir þeirra félaga. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. Í tengslum við þetta mál krafðist skilanefndin kyrrsetningar á eignum þeirra hér á landi. Að auki hefur slitastjórn Glitnis höfðað mál gegn þeim og fleirum í New York og krafist kyrrsetningar, hjá breskum dómstóli, á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim. Samkvæmt þinglýstum gögnum frá Sýslumanni sem fréttastofa hefur undir höndum hafa eignir Jóns Ásgeirs verið kyrrsettar vegna þessa máls. Þær eignir sem um ræðir eru m.a. húseignir, glæsibifreiðar, jarðir, bankainnstæður og eignarhlutur í félaginu Þú Blásól. Samtals upp á rúmar 196,5 milljón króna. Kyrrsetningarbeiðnin hljóðaði aftur á móti upp á sex milljarða og vantar því um 5,8 milljarða upp á. Í fréttum okkar í gær kom fram að tollstjóri hefði fallið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs og tveggja annarra stjórnarmanna FL Group eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins. Mun þetta ekki breyta þeirri staðreynd að eignir Jóns Ásgeirs eru kyrrsettar, eina breytingin er sú að Glitnir banki á nú ríkari kröfu á eignir hans en skattrannsóknarstjóri. Ekki fást upplýsingar um hvernig kyrrsetningarmál þeirra Pálma og Lárusar standa.
Innlent Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent