Netið er margslungið 18. nóvember 2010 21:00 Sagan sem bræðurnir Nev og Ariel Schulman ásamt félaga sínum Henry Joost segja í heimildarmyndinni Catfish er einstök og skrítin. Hér eru þeir með stórlaxinum Ryan Kavanaugh og framleiðandanum Marc Smerling.NOrdicPhotos/Getty Nev Schulman er umfjöllunarefnið í heimildarmyndinni Catfish sem er í leikstjórn bróður hans, Ariels Schulman og vinar hans, Henry Joost. Myndin hefur vakið mikla athygli og er sýnd á heimildarmyndahátíð Græna ljóssins. Freyr Gígja Gunnarsson heyrði í þremenningunum frá New York. „Ertu frá Belgíu?“ spyr Henry Joost eins og ekkert sé eðlilegra þegar hann sest við símann ásamt bræðrunum Nev og Ariel Schulman í New York. Þegar sá misskilningur hefur snögglega verið leiðréttur upplýsir Nev að viðtalið sé allt tekið upp á myndband. „Þeir taka allt upp.“ Nev er aðalpersónan í heimildarmyndinni Catfish sem hefur vakið mikla athygli, var meðal annars heitasta umræðuefnið á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Myndin segir frá því í stuttu máli þegar Nev tekur mynd af tveimur dönsurum og fær hana birta á forsíðu dagblaðsins New York Post. Í kjölfarið er honum sent málverk af myndinni sem er sagt vera eftir átta ára gamla stúlku. Hann verður vinur fjölskyldunnar hennar á Facebook og verður ástfanginn af hálfsystur hennar. En þegar Nev fær sendar tónlistarupptökur frá stóru ástinni í lífi sínu fara að renna á hann tvær grímur enda virðast þær fengnar að láni frá öðum tónlistarmönnum af netinu. Í kjölfarið koma fram í dagsljósið uppljóstranir sem Nev segir að hafi verið mesta upplifun í sínu lífi. „Við vorum algjörlega óviðbúnir þessu. Við höfðum mestar áhyggjur af okkar eigin öryggi til að byrja með,“ útskýrir Nev. Ariel bætir því við að myndin sýni hversu margslungið og óútreiknanlegt netið sé. „Þú getur verið hver sem er á Facebook en google og youtube afhjúpa þig yfirleitt. Þau gerðu það allavega í þessu tilfelli.“ Nev segir það auðvitað hafa tekið aðeins á að vera með bróður sinn sífellt hangandi yfir sér með tökuvélina á lofti. „Á einhverjum tímapunkti verður það alltaf erfitt fyrir bræður að eyða svona miklum tíma saman. En þegar maður er með sínum besta vini þá enda hlutirnir yfirleitt vel.“ Hann hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því að þeir myndu gera kvikmynd um sig og þetta ævintýri sitt til að byrja með. „ Það var auðvitað skrítið og ég gerði mínar athugasemdir en þeim tókst ágætlega upp og ég er sáttur við myndina.“ Ariel tekur síðan við og segir að á ákveðnum tímapunkti í ferlinu hafi þeir áttað sig á að myndin væri að taka dramatískum breytingum og að þeir yrðu að fylgjast með til enda. „Við vissum ekkert hvað við vildum gera við þetta efni því við trúðum allir sögunni í fyrstu. En svo komum við auga á smá glufu og áttuðum okkur á að sagan sem bjó þarna að baki var lyginni líkust.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Nev Schulman er umfjöllunarefnið í heimildarmyndinni Catfish sem er í leikstjórn bróður hans, Ariels Schulman og vinar hans, Henry Joost. Myndin hefur vakið mikla athygli og er sýnd á heimildarmyndahátíð Græna ljóssins. Freyr Gígja Gunnarsson heyrði í þremenningunum frá New York. „Ertu frá Belgíu?“ spyr Henry Joost eins og ekkert sé eðlilegra þegar hann sest við símann ásamt bræðrunum Nev og Ariel Schulman í New York. Þegar sá misskilningur hefur snögglega verið leiðréttur upplýsir Nev að viðtalið sé allt tekið upp á myndband. „Þeir taka allt upp.“ Nev er aðalpersónan í heimildarmyndinni Catfish sem hefur vakið mikla athygli, var meðal annars heitasta umræðuefnið á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Myndin segir frá því í stuttu máli þegar Nev tekur mynd af tveimur dönsurum og fær hana birta á forsíðu dagblaðsins New York Post. Í kjölfarið er honum sent málverk af myndinni sem er sagt vera eftir átta ára gamla stúlku. Hann verður vinur fjölskyldunnar hennar á Facebook og verður ástfanginn af hálfsystur hennar. En þegar Nev fær sendar tónlistarupptökur frá stóru ástinni í lífi sínu fara að renna á hann tvær grímur enda virðast þær fengnar að láni frá öðum tónlistarmönnum af netinu. Í kjölfarið koma fram í dagsljósið uppljóstranir sem Nev segir að hafi verið mesta upplifun í sínu lífi. „Við vorum algjörlega óviðbúnir þessu. Við höfðum mestar áhyggjur af okkar eigin öryggi til að byrja með,“ útskýrir Nev. Ariel bætir því við að myndin sýni hversu margslungið og óútreiknanlegt netið sé. „Þú getur verið hver sem er á Facebook en google og youtube afhjúpa þig yfirleitt. Þau gerðu það allavega í þessu tilfelli.“ Nev segir það auðvitað hafa tekið aðeins á að vera með bróður sinn sífellt hangandi yfir sér með tökuvélina á lofti. „Á einhverjum tímapunkti verður það alltaf erfitt fyrir bræður að eyða svona miklum tíma saman. En þegar maður er með sínum besta vini þá enda hlutirnir yfirleitt vel.“ Hann hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því að þeir myndu gera kvikmynd um sig og þetta ævintýri sitt til að byrja með. „ Það var auðvitað skrítið og ég gerði mínar athugasemdir en þeim tókst ágætlega upp og ég er sáttur við myndina.“ Ariel tekur síðan við og segir að á ákveðnum tímapunkti í ferlinu hafi þeir áttað sig á að myndin væri að taka dramatískum breytingum og að þeir yrðu að fylgjast með til enda. „Við vissum ekkert hvað við vildum gera við þetta efni því við trúðum allir sögunni í fyrstu. En svo komum við auga á smá glufu og áttuðum okkur á að sagan sem bjó þarna að baki var lyginni líkust.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira