Innlent

Intersport segir starfsfólk sitt svindla

Fyrirtækið segir að sést hafi til starfsmanna veita skyldmennum afslátt sem þeir áttu ekki rétt á.
Fyrirtækið segir að sést hafi til starfsmanna veita skyldmennum afslátt sem þeir áttu ekki rétt á.

Forsvarsmenn Intersports telja starfsfólk á afgreiðslukössum verslunarinnar misnota aðstöðu sína til að selja skyldmennum sínum vörur með afslætti. Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins til Persónuverndar.

Intersport hefur krafið viðskiptavini sem kaupa vörur með afslætti um að gefa upp kennitölu til skráningar. Maður einn gerði athugasemdir við þetta til Persónuverndar sem leitaði skýringa frá Intersporti. Fyrirtækið sagði kennitöluskráninguna vera hluta af „innra eftirlitskerfi". Kassakerfið leyfi aukaafslátt á kassa vegna ýmissa mála.

„Sést hafði, þótt erfitt að færa sönnur á það, að starfsfólk lét skyldfólk njóta ákveðinna kjara sem alla jafna hefðu ekki átt að vera í boði. Því var brugðið á það ráð að ekki væri hægt að veita aukaafslátt á kassa nema með því að skrá kennitölu viðkomandi viðskiptamanns," segir í skýringum Intersports.

Persónuvernd segir skráningu kennitalnanna ekki hafa verið vegna viðskipta við kvartandann heldur í þágu eftirlits með starfsmönnum Intersports. „Niðurstaðan var sú að skráningin hafi ekki verið nauðsynleg vegna viðskiptanna og þar með ekki heimil," segir Persónuvernd. - gar







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×