Innlent

Gleðigangan hefst klukkan tvö

Frá Gay Pride
Frá Gay Pride
Hinsegin dagar ná hámarki sínu í dag með gleðigöngu hinsegin fólks klukkan tvö síðdegis. Gangan fer frá Hlemmi og niður Laugaveginn og lýkur við Arnarhól, þar sem ýmsir skemmtikraftar stíga á svið á hinsegin hátíð undir stjórn Páls Óskars. Alls taka um 35 atriði þátt í göngunni, en það er svipaður fjöldi og undanfarin ár.

Hátíðardagskrá hinsegin daga hófst á fimmtudag, en í gær stjórnaði Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntagöngu um miðbæinn, siglt var um sundin blá við veitingar og tónlist og kvöldinu lauk með landlegudansleik á skemmtistaðnum Barböru. Í kvöld verða svo ýmsar hinsegin skemmtanir, meðal annars á Nasa, Iðnó, Barböru og á einkaklúbbnum MSC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×