Íslenski boltinn

KR kallar aftur í Dofra vegna brotthvarfs Gunnars

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Rúnar kallaði aftur í Dofra.
Rúnar kallaði aftur í Dofra. Fréttablaðið/Valli
KR hefur kallað Dofra Snorrason til baka úr láni frá Víkingum. Dofri stóð sig vel með KR á undirbúningstímabilinu en reikn amá með því að það að hann sé fenginn aftur vegna þess að Gunnar Kristjánsson er farinn til FH.

Dofri leikur sem kantmaður og hefur verið einn besti leikmaður Víkings í sumar. Hann getur líka leikið sem bakvörður.

Dofri hefur skoraði fimm mörk í þrettán leikjum og verið ógnandi við mark andstæðinganna.

Dofri er kominn með leikheimild hjá KR á nýjan leik og getur því spilað með liðinu í næstu viku þegar það mætir Stjörnunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×