Innlent

Sigurður kærir handtökuskipun til Hæstaréttar

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur kært handtökuskipun sem gefin var út á hendur honum til Hæstaréttar. Interpol hefur lýst eftir Sigurði en sérstakur saksóknari vill fá hann til viðtals. Í hádegisfréttum RÚV var greint frá því að kæran hafi borist í gærdag og að frestur málsaðila til þess að skila gögnum renni út í dag. Þá sagði að líklegt væri að Hæstiréttur felli úrskurð sinn fljótlega.

Hvorki náðist í Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara, né Gest Jónsson, lögmann Sigurðar hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×