Innlent

ívið betri kosningaþátttaka en árið 2006

Alls hafa 45112 kosið í Reykjavík eða 52,59 prósent klukkan sex í dag. Það er um það bil tveimur prósentum meira en kusu í sveitarstjórnarkosningunum árið 2006. Þá voru 50,87 prósent búnir að kjósa eða 43551. Tæplega 86 þúsund eru á kjörskrá í Reykjavík.

Því er ljóst að kosningaþátttaka ætlar að vera betri en fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Kosningaþátttaka er sambærileg annarstaðar á landinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×