Yfirheyrslur hafnar vegna rannsóknar sérstaks saksóknara 26. janúar 2010 14:10 Úr safni. Mynd/Arnþór Birkisson Embætti sérstaks saksóknara hefur með höndum rannsóknir og réttarbeiðnir sem tengjast Exista en vegna þeirra fóru fram húsleitir í dag á 8 stöðum á Íslandi og 4 stöðum í Englandi samkvæmt tilkynningu frá embætti sérstaks saksóknara. Þau mál sem eru til meðferðar varða í fyrsta lagi sölu á Bakkavör frá Exista samstæðunni á haustmánuðum 2008 þrátt fyrir ákvæði í lánasamningum um bann við sölu eigna undan samstæðunni án samþykkis kröfuhafa. Í öðru lagi er til rannsóknar niðurfelling persónulegra ábyrgða á lánum sem veitt voru við kaup starfsmanna á hlutabréfum í félaginu. Í þriðja lagi er til rannsóknar yfirfærsla skuldar og hlutabréfa í félag í eigu annars af tveimur forstjórum félagsins. Í fjórða lagi er til rannsóknar tilkynning um hlutafjáraukningu í félaginu Exista um 50 milljarða og loks í fimmta lagi er til meðferðar réttarbeiðni frá erlendu ríki til öflunar gagna vegna rannsóknar erlendis. Húsleitir hér á landi fóru fram að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. Yfirheyrslur í málinu hófust á sama tíma og standa enn. Til rannsóknar eru ætluð brot gegn auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga, brot á hlutafélagalögum, ákvæði hegningarlaga um ranga upplýsingagjöf til stjórnvalds og eftir atvikum öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga og sérrefsilaga í tengslum við ofangreind sakarefni. Umrædd mál varða verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda einstaklinga og fyrirtækja. Aðgerðirnar í dag voru víðtækar og hófust með leit samtímis í hér á landi og á Englandi en aðgerðir hófust kl. 9:00 með leit samtímis á nokkrum stöðum. Alls tóku 30 manns þátt í aðgerðum hér á landi en í Bretlandi tóku 4 starfsmenn embættisins þátt í aðgerðum ásamt breskum lögreglumönnum og starfsmönnum SFO. Við aðgerðirnar hér á landi naut embætti sérstaks saksóknara aðstoðar efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans auk tæknimanna frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir SFO rannsakar hluti Exista í JJB Sports Starfsfólk sérstaks saksóknara ásamt starfsfólki Serious Fraud Office í Bretlandi gerði húsleit hjá Exista klukkan níu í morgun samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 26. janúar 2010 11:27 Húsleitir hjá Logos, Deloitte og Bakkavör í London Fulltrúar sérstaks saksóknara eru nú að framkvæma húsleitir í höfuðstöðvum lögmannstofunnar Logos í Reykjavík en Serious Fraud Office (SFO) leitar í Bakkavör í London. 26. janúar 2010 11:05 SFO með húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) fór í húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi, það er í London og Lincoln-héraði. Farið var inn á skrifstofur Exista og Bakkavarar á þessum stöðum. 26. janúar 2010 13:25 Húsleitir hjá Existu og í London Húsleitir standa yfir á vegum embættis sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en gat ekki greint nánar frá málinu. Von væri á yfirlýsingu frá embættinu síðar í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fer fram húsleit í höfuðstöðvum Exista í Ármúla 26. janúar 2010 10:16 Þriðja húsleitin hjá LOGOS - einn með réttarstöðu grunaðs manns Sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá LOGOS í morgun en það er í þriðja skiptið á einu ári sem embættið sér ástæðu til þess að leita í húsakynnum lögfræðistofunnar. 26. janúar 2010 14:15 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur með höndum rannsóknir og réttarbeiðnir sem tengjast Exista en vegna þeirra fóru fram húsleitir í dag á 8 stöðum á Íslandi og 4 stöðum í Englandi samkvæmt tilkynningu frá embætti sérstaks saksóknara. Þau mál sem eru til meðferðar varða í fyrsta lagi sölu á Bakkavör frá Exista samstæðunni á haustmánuðum 2008 þrátt fyrir ákvæði í lánasamningum um bann við sölu eigna undan samstæðunni án samþykkis kröfuhafa. Í öðru lagi er til rannsóknar niðurfelling persónulegra ábyrgða á lánum sem veitt voru við kaup starfsmanna á hlutabréfum í félaginu. Í þriðja lagi er til rannsóknar yfirfærsla skuldar og hlutabréfa í félag í eigu annars af tveimur forstjórum félagsins. Í fjórða lagi er til rannsóknar tilkynning um hlutafjáraukningu í félaginu Exista um 50 milljarða og loks í fimmta lagi er til meðferðar réttarbeiðni frá erlendu ríki til öflunar gagna vegna rannsóknar erlendis. Húsleitir hér á landi fóru fram að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. Yfirheyrslur í málinu hófust á sama tíma og standa enn. Til rannsóknar eru ætluð brot gegn auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga, brot á hlutafélagalögum, ákvæði hegningarlaga um ranga upplýsingagjöf til stjórnvalds og eftir atvikum öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga og sérrefsilaga í tengslum við ofangreind sakarefni. Umrædd mál varða verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda einstaklinga og fyrirtækja. Aðgerðirnar í dag voru víðtækar og hófust með leit samtímis í hér á landi og á Englandi en aðgerðir hófust kl. 9:00 með leit samtímis á nokkrum stöðum. Alls tóku 30 manns þátt í aðgerðum hér á landi en í Bretlandi tóku 4 starfsmenn embættisins þátt í aðgerðum ásamt breskum lögreglumönnum og starfsmönnum SFO. Við aðgerðirnar hér á landi naut embætti sérstaks saksóknara aðstoðar efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans auk tæknimanna frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir SFO rannsakar hluti Exista í JJB Sports Starfsfólk sérstaks saksóknara ásamt starfsfólki Serious Fraud Office í Bretlandi gerði húsleit hjá Exista klukkan níu í morgun samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 26. janúar 2010 11:27 Húsleitir hjá Logos, Deloitte og Bakkavör í London Fulltrúar sérstaks saksóknara eru nú að framkvæma húsleitir í höfuðstöðvum lögmannstofunnar Logos í Reykjavík en Serious Fraud Office (SFO) leitar í Bakkavör í London. 26. janúar 2010 11:05 SFO með húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) fór í húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi, það er í London og Lincoln-héraði. Farið var inn á skrifstofur Exista og Bakkavarar á þessum stöðum. 26. janúar 2010 13:25 Húsleitir hjá Existu og í London Húsleitir standa yfir á vegum embættis sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en gat ekki greint nánar frá málinu. Von væri á yfirlýsingu frá embættinu síðar í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fer fram húsleit í höfuðstöðvum Exista í Ármúla 26. janúar 2010 10:16 Þriðja húsleitin hjá LOGOS - einn með réttarstöðu grunaðs manns Sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá LOGOS í morgun en það er í þriðja skiptið á einu ári sem embættið sér ástæðu til þess að leita í húsakynnum lögfræðistofunnar. 26. janúar 2010 14:15 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
SFO rannsakar hluti Exista í JJB Sports Starfsfólk sérstaks saksóknara ásamt starfsfólki Serious Fraud Office í Bretlandi gerði húsleit hjá Exista klukkan níu í morgun samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 26. janúar 2010 11:27
Húsleitir hjá Logos, Deloitte og Bakkavör í London Fulltrúar sérstaks saksóknara eru nú að framkvæma húsleitir í höfuðstöðvum lögmannstofunnar Logos í Reykjavík en Serious Fraud Office (SFO) leitar í Bakkavör í London. 26. janúar 2010 11:05
SFO með húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) fór í húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi, það er í London og Lincoln-héraði. Farið var inn á skrifstofur Exista og Bakkavarar á þessum stöðum. 26. janúar 2010 13:25
Húsleitir hjá Existu og í London Húsleitir standa yfir á vegum embættis sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en gat ekki greint nánar frá málinu. Von væri á yfirlýsingu frá embættinu síðar í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fer fram húsleit í höfuðstöðvum Exista í Ármúla 26. janúar 2010 10:16
Þriðja húsleitin hjá LOGOS - einn með réttarstöðu grunaðs manns Sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá LOGOS í morgun en það er í þriðja skiptið á einu ári sem embættið sér ástæðu til þess að leita í húsakynnum lögfræðistofunnar. 26. janúar 2010 14:15