Yfirheyrslur hafnar vegna rannsóknar sérstaks saksóknara 26. janúar 2010 14:10 Úr safni. Mynd/Arnþór Birkisson Embætti sérstaks saksóknara hefur með höndum rannsóknir og réttarbeiðnir sem tengjast Exista en vegna þeirra fóru fram húsleitir í dag á 8 stöðum á Íslandi og 4 stöðum í Englandi samkvæmt tilkynningu frá embætti sérstaks saksóknara. Þau mál sem eru til meðferðar varða í fyrsta lagi sölu á Bakkavör frá Exista samstæðunni á haustmánuðum 2008 þrátt fyrir ákvæði í lánasamningum um bann við sölu eigna undan samstæðunni án samþykkis kröfuhafa. Í öðru lagi er til rannsóknar niðurfelling persónulegra ábyrgða á lánum sem veitt voru við kaup starfsmanna á hlutabréfum í félaginu. Í þriðja lagi er til rannsóknar yfirfærsla skuldar og hlutabréfa í félag í eigu annars af tveimur forstjórum félagsins. Í fjórða lagi er til rannsóknar tilkynning um hlutafjáraukningu í félaginu Exista um 50 milljarða og loks í fimmta lagi er til meðferðar réttarbeiðni frá erlendu ríki til öflunar gagna vegna rannsóknar erlendis. Húsleitir hér á landi fóru fram að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. Yfirheyrslur í málinu hófust á sama tíma og standa enn. Til rannsóknar eru ætluð brot gegn auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga, brot á hlutafélagalögum, ákvæði hegningarlaga um ranga upplýsingagjöf til stjórnvalds og eftir atvikum öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga og sérrefsilaga í tengslum við ofangreind sakarefni. Umrædd mál varða verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda einstaklinga og fyrirtækja. Aðgerðirnar í dag voru víðtækar og hófust með leit samtímis í hér á landi og á Englandi en aðgerðir hófust kl. 9:00 með leit samtímis á nokkrum stöðum. Alls tóku 30 manns þátt í aðgerðum hér á landi en í Bretlandi tóku 4 starfsmenn embættisins þátt í aðgerðum ásamt breskum lögreglumönnum og starfsmönnum SFO. Við aðgerðirnar hér á landi naut embætti sérstaks saksóknara aðstoðar efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans auk tæknimanna frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir SFO rannsakar hluti Exista í JJB Sports Starfsfólk sérstaks saksóknara ásamt starfsfólki Serious Fraud Office í Bretlandi gerði húsleit hjá Exista klukkan níu í morgun samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 26. janúar 2010 11:27 Húsleitir hjá Logos, Deloitte og Bakkavör í London Fulltrúar sérstaks saksóknara eru nú að framkvæma húsleitir í höfuðstöðvum lögmannstofunnar Logos í Reykjavík en Serious Fraud Office (SFO) leitar í Bakkavör í London. 26. janúar 2010 11:05 SFO með húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) fór í húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi, það er í London og Lincoln-héraði. Farið var inn á skrifstofur Exista og Bakkavarar á þessum stöðum. 26. janúar 2010 13:25 Húsleitir hjá Existu og í London Húsleitir standa yfir á vegum embættis sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en gat ekki greint nánar frá málinu. Von væri á yfirlýsingu frá embættinu síðar í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fer fram húsleit í höfuðstöðvum Exista í Ármúla 26. janúar 2010 10:16 Þriðja húsleitin hjá LOGOS - einn með réttarstöðu grunaðs manns Sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá LOGOS í morgun en það er í þriðja skiptið á einu ári sem embættið sér ástæðu til þess að leita í húsakynnum lögfræðistofunnar. 26. janúar 2010 14:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur með höndum rannsóknir og réttarbeiðnir sem tengjast Exista en vegna þeirra fóru fram húsleitir í dag á 8 stöðum á Íslandi og 4 stöðum í Englandi samkvæmt tilkynningu frá embætti sérstaks saksóknara. Þau mál sem eru til meðferðar varða í fyrsta lagi sölu á Bakkavör frá Exista samstæðunni á haustmánuðum 2008 þrátt fyrir ákvæði í lánasamningum um bann við sölu eigna undan samstæðunni án samþykkis kröfuhafa. Í öðru lagi er til rannsóknar niðurfelling persónulegra ábyrgða á lánum sem veitt voru við kaup starfsmanna á hlutabréfum í félaginu. Í þriðja lagi er til rannsóknar yfirfærsla skuldar og hlutabréfa í félag í eigu annars af tveimur forstjórum félagsins. Í fjórða lagi er til rannsóknar tilkynning um hlutafjáraukningu í félaginu Exista um 50 milljarða og loks í fimmta lagi er til meðferðar réttarbeiðni frá erlendu ríki til öflunar gagna vegna rannsóknar erlendis. Húsleitir hér á landi fóru fram að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. Yfirheyrslur í málinu hófust á sama tíma og standa enn. Til rannsóknar eru ætluð brot gegn auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga, brot á hlutafélagalögum, ákvæði hegningarlaga um ranga upplýsingagjöf til stjórnvalds og eftir atvikum öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga og sérrefsilaga í tengslum við ofangreind sakarefni. Umrædd mál varða verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda einstaklinga og fyrirtækja. Aðgerðirnar í dag voru víðtækar og hófust með leit samtímis í hér á landi og á Englandi en aðgerðir hófust kl. 9:00 með leit samtímis á nokkrum stöðum. Alls tóku 30 manns þátt í aðgerðum hér á landi en í Bretlandi tóku 4 starfsmenn embættisins þátt í aðgerðum ásamt breskum lögreglumönnum og starfsmönnum SFO. Við aðgerðirnar hér á landi naut embætti sérstaks saksóknara aðstoðar efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans auk tæknimanna frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir SFO rannsakar hluti Exista í JJB Sports Starfsfólk sérstaks saksóknara ásamt starfsfólki Serious Fraud Office í Bretlandi gerði húsleit hjá Exista klukkan níu í morgun samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 26. janúar 2010 11:27 Húsleitir hjá Logos, Deloitte og Bakkavör í London Fulltrúar sérstaks saksóknara eru nú að framkvæma húsleitir í höfuðstöðvum lögmannstofunnar Logos í Reykjavík en Serious Fraud Office (SFO) leitar í Bakkavör í London. 26. janúar 2010 11:05 SFO með húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) fór í húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi, það er í London og Lincoln-héraði. Farið var inn á skrifstofur Exista og Bakkavarar á þessum stöðum. 26. janúar 2010 13:25 Húsleitir hjá Existu og í London Húsleitir standa yfir á vegum embættis sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en gat ekki greint nánar frá málinu. Von væri á yfirlýsingu frá embættinu síðar í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fer fram húsleit í höfuðstöðvum Exista í Ármúla 26. janúar 2010 10:16 Þriðja húsleitin hjá LOGOS - einn með réttarstöðu grunaðs manns Sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá LOGOS í morgun en það er í þriðja skiptið á einu ári sem embættið sér ástæðu til þess að leita í húsakynnum lögfræðistofunnar. 26. janúar 2010 14:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
SFO rannsakar hluti Exista í JJB Sports Starfsfólk sérstaks saksóknara ásamt starfsfólki Serious Fraud Office í Bretlandi gerði húsleit hjá Exista klukkan níu í morgun samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 26. janúar 2010 11:27
Húsleitir hjá Logos, Deloitte og Bakkavör í London Fulltrúar sérstaks saksóknara eru nú að framkvæma húsleitir í höfuðstöðvum lögmannstofunnar Logos í Reykjavík en Serious Fraud Office (SFO) leitar í Bakkavör í London. 26. janúar 2010 11:05
SFO með húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) fór í húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi, það er í London og Lincoln-héraði. Farið var inn á skrifstofur Exista og Bakkavarar á þessum stöðum. 26. janúar 2010 13:25
Húsleitir hjá Existu og í London Húsleitir standa yfir á vegum embættis sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en gat ekki greint nánar frá málinu. Von væri á yfirlýsingu frá embættinu síðar í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fer fram húsleit í höfuðstöðvum Exista í Ármúla 26. janúar 2010 10:16
Þriðja húsleitin hjá LOGOS - einn með réttarstöðu grunaðs manns Sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá LOGOS í morgun en það er í þriðja skiptið á einu ári sem embættið sér ástæðu til þess að leita í húsakynnum lögfræðistofunnar. 26. janúar 2010 14:15