Viðskipti erlent

SFO með húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) fór í húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi, það er í London og Lincoln-héraði. Farið var inn á skrifstofur Exista og Bakkavarar á þessum stöðum.

Þetta kemur fram í tölvupósti frá fjölmiðlafulltrúa SFO sem svar við fyrirspurn visir.is fyrr í morgun. Fram kemur að þessar húsleitir hafi verið í samvinnu við embætti sérstaks saksóknara á Íslandi. Jafnframt að hlutdeild SFO í málinu beinist að viðskiptum Existu með hluti í íþróttavörukeðjunni JJB Sports.

Að öðru leyti bendir SFO á sérstakan saksóknara með frekari upplýsingagjöf í málinu.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×