Gonzalo Higuain og Real Madrid hafa eytt öllum vangaveltum um framtíð argentínska framherjans hjá félaginu. Higuain er samkvæmt heimildum spænska blaðsins AS búinn að samþykkja nýjan samning sem nær til ársins 2016.
Jose Mourinho hefur víst lagt áherslu á að halda Argentínumanninum hjá Real Madrid en hinn 22 ára gamli Gonzalo Higuain skoraði 27 mörk í 32 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og hefur alls skorað 59 deildarmörk í 110 deildarleikjum með Real.
Gonzalo Higuain hefur oft verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í stórleikjum en sem dæmi um það er að hann hefur aðeins skorað 2 mörk í 21 leik með Real-liðinu í Meistaradeildinni. Það verður fróðlegt að sjá hvort sú tölfræði breytist eitthvað við komu Jose Mourinho.
Higuain var með samning til ársins 2013 og er þetta því framlenging um þrjú ár eða þar til að leikmaðurinn er 28 ára gamall. Higuain á að fá um þrjár milljónir evra á ári í nýja samningnum sem gerir um 474 milljónir íslenskra króna.
Gonzalo Higuain framlengir um þrjú ár við Real Madrid
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak
Enski boltinn

Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins?
Enski boltinn

Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik
Íslenski boltinn

Netverslun Liverpool hrundi vegna álags
Enski boltinn


Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer
Enski boltinn

Gaf tannlækninum teinanna sína
Fótbolti