Innlent

Selja ríkisbíla í ýmsu ástandi

Uppboð á bílum og öðrum tækjum í eigu ríkisstofnana fer fram hjá Ríkiskaupum í dag. Í boði eru 24 tæki, flest bílar, sem samkvæmt vef Ríkiskaupa eru í ýmsu ástandi.

Flestir bílanna eru í lagi en meðal annarra eru sendibifreið frá Náttúrufræðistofnun með bilaða dísilvél, sendibifreið frá Landsvirkjun með bilaðan gírkassa og pallbíl frá Þingvallanefnd sem er skemmdur eftir umferðaróhapp. Þá á að selja sjö ára gamlan Volvó frá Ríkislögreglustjóra, ekinn 416 þúsund kílómetra.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×