Innlent

Í gæsluvarðhald vegna gruns um stórfelld efnahagsbrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hreiðar Már mætir fyrir héraðsdómara fyrir hádegi í dag. Mynd/ Anton.
Hreiðar Már mætir fyrir héraðsdómara fyrir hádegi í dag. Mynd/ Anton.

Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hafa báðir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Magnús var úrskurðaður í sjö daga varðhald en Hreiðar Már í tólf daga. Þeir hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðina.

Þeir voru báðir handteknir í gær en þeir eru meðal annars grunaðir um markaðsmisnotkun og hafa yfirheyrslur yfir þeim staðið yfir síðan þá. Eftir að þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald var Hreiðar færður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara að nýju.

Hreiðar Már og Magnús eru fyrstu mennirnir sem úrskurðaðir eru í gæsluvarðhald eftir bankahrun vegna gruns um stórfelld efnahagsbrot.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×