Innlent

Forsetinn vísar Icesave lögum til þjóðarinnar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur ákveðið að staðfesta ekki lög um ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingar Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans á Bessastöðum klukkan ellefu. Forsetinn hefur haft lögin til staðfestingar í fimm sólahringa.

„Nú fær þjóðin valdið og ábyrgðina í sínar hendur," sagði Ólafur Ragnar eftir að hafa synjað lögunum staðfestingu og bætti svo við: „Það er einlæg von mín að þessi niðurstaða leiði til varanlegra sátta og farsældar fyrir Íslendinga."

Ólafur Ragnar segir að honum hafi á undanförnu orðið æ ljósara að þjóðin þurfi að vera sannfærð um að hún ráði för og á grundvelli þess ákvað hann að beita synjunarvaldi forsetans sem er á grundvelli 26. greinar stjórnarskráarinnar. Á sama tíma og hann vonast til þess að hún leiði til varanlegrar sátta og farsældar fyrir Íslendinga þá vonar hann einnig að hún leggi grunninn að góðri sambúð við aðrar þjóðir.

Yfirlýsingu forsetans má sjá í heild sinni í meðfylgjandi skjali og eins er hægt að sjá Ólaf Ragnar flytja yfirlýsinguna á Bessastöðum í dag með því að smella á linkinn.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×