Lífið

Franskir rokkarar til Íslands

L´esprit du clan spilar á tvennum tónleikum á Íslandi 19. og 20. nóvember.
L´esprit du clan spilar á tvennum tónleikum á Íslandi 19. og 20. nóvember.
Þungarokkssveitirnar Changer og hin franska L"esprit du clan spila á tvennum tónleikum í Hellinum og á Sódómu 19. og 20. nóvember. Hljómsveitin Angist hitar upp.

„Þeir höfðu upphaflega samband við okkur vegna þess að þeir voru að plana Bandaríkjatúr. Þeir ætluðu að stoppa við á Íslandi en svo datt þessi túr upp fyrir. Þeir ákváðu að koma bara samt og taka smá frí í leiðinni," segir Kristján B. Heiðarsson, forsprakki Changer, um frönsku gestina. „Þetta er band sem nýtur sín vel á tónleikum. Þeir eru í svo fantagóðu formi að það er ekki fyndið. Þetta verður hörkupartí." Hann bætir við að hugsanlega spili Changer í Frakklandi í framhaldi af tónleikum L"esprit du clan hér á landi.

Changer gaf fyrir tveimur mánuðum út sína þriðju stóru plötu, Darkling. „Hún er svolítið afturhvarf til fortíðarinnar. Núna erum við komnir í „trash-ið", gamla góða gírinn okkar. Við kunnum alltaf best við okkur þar," segir Kristján. Titillag plötunnar er ellefu mínútna langt og einnig er þar fyrsta ballaða sveitarinnar. „Þetta er sú fyrsta og alla vega eins og planið er núna, sú eina."

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.