Erlent

Ætlaði að leita bin Laden uppi

Osama bin Laden
Ófundinn enn.
nordicphotos/AFP
Osama bin Laden Ófundinn enn. nordicphotos/AFP

Bandaríkjamaður, vopnaður skammbyssu og 102 sentimetra löngu sverði, fannst einn á ferð í skógi í norðvestanverðu Pakistan á sunnudag.

Hann sagðist hafa ætlað sér að finna Osama bin Laden og drepa hann.

Maðurinn heitir Gary Brooks Faulkner, er 52 ára byggingaverkamaður, og sagðist hafa heyrt að bin Laden væri í felum í Nuristan-héraði í Afganistan, og þangað hafi ferðinni verið heitið.- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×