Innlent

Pókerræningjar í þriggja ára fangelsi

Höskuldur Kári Schram skrifar

Mennirnir fjórir sem rændu vinningspotti á pókermóti í Þýskalandi fyrr á þessu ári voru í dag dæmdir í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn. Ránsféð hefur enn ekki komið í leitirnar.

Það var mars síðastliðinum sem mennirnir fjórir ruddust um hábjartan dag inn á pókermót í Berlín í Þýskalandi stálu vinningspottinum sem nam rúmum 240 þúsund evrum eða rúmum 37 milljónum króna.

Mennirnir voru handteknir skömmu síðar en þeir eru á aldrinum 19 til 21. Þeir játuðu allir sekt sína fyrir dómi en hafa hins vegar neitað að upplýsa hvað þeir gerðu við ránsfenginn. Aðeins fjögur þúsund evrur hafa komið í leitirnar, eða rúmar sex hundruð þúsund krónur.

Höfuðpaurinn var dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi en hinir þrír í þriggja og hálfs árs fangelsi. Dómurinn var ekki mildaður þrátt fyrir að mennirnir hafi játað sekt sínar þar sem ránsfengurinn er enn ófundinn.

Nikolas Becker, lögmaður eins af ræningjunum segir: "Ég held að ef ránið hefði ekki vakið svona mikla athygli hefði refsingin orðið vægari. En ég skil að dómstólar vilji gefa þau skilaboð að hér sé um stórmál að ræða."











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×