Trúboð presta í leikskólum bannað Erla Hlynsdóttir skrifar 15. október 2010 14:47 Fulltrúar trúfélaga fá ekki að heimsækja skólabörn samkvæmt þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Mynd: GVA Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. Mannréttindaráði hafa á liðnum árum borist fjöldi kvartana frá foreldrum barna vegna aðkomu trúar- og lífsskoðunarfélaga að skólastarfi. Starfsmenn leik- og grunnskóla hafa einnig óskað sérstaklega eftir skýrum leiðbeiningum frá borginni í þessum efnum. Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir að nú sé reynt að koma til móts við þær óskir sem og skerpa reglur til samræmis við mannréttindastefnu borgarinnar. Leikskóla- og menntasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér skýrslu árið 2007 þar sem fram kom hvernig hægt væri að virða trúfrelsi og vinna að þeim markmiðum sem finna má í mannréttindastefnu borgarinnar. Þar segir meðal annars að í uppeldis- og tómstundastarfi á vegum borgarinnar sé mikilvægt að ekki sé gengið út frá því að allir aðhyllist sömu trú þó svo hefðbundnar trúarhátíðir lúthersku kirkjunnar séu haldnar hátíðlegar, svo sem jól og páskar.Fermingarfræðsla truflar skólastarf Í drögum að tillögu um samskipti skóla við trúfélög segir að heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga sé ekki heimil, né heldur kynning á starfi þeirra í skólunum eða dreifing á trúarlegu efni. Þá er einnig lagt til að fermingarfræðsla Þjóðkirkjunnar og annarra trú- eða lífsskoðunarfélaga skuli fara fram utan skólatíma. Undanfarin ár hefur skólastarf í öllum skólum farið úr skorðum í minnst tvo daga á hverju hausi vegna slíkrar fræðslu. „Slík truflun á skólastarfi er óæskileg auk þess sem hætta er á að börn sem eftir verða telji sig útundan," segir í drögunum. Margrét ítrekar að þarna sé aðeins á ferðinni drög að ályktun og að málið sé á byrjunarstigi. Hún bendir þó á að þarna sé verið að vinna úr niðurstöðum þriggja ára gamallar skýrslu og því sé framkvæmdin vel ígrunduð.Sálfræðingar frekar en prestar Margrét tekur einnig sérstaklega fram að tillögurnar gera ekki ráð fyrir að afnema námsefni í kristnum fræðum í skólum eða leggja af hátíðahald á jólum og páskum. Í drögunum er því beint til skóla að þegar leita þarf aðstoðar vegna sálrænna áfalla skuli frekar kalla til fagaðila á borð við sálfræðinga í stað fulltrúa trúfélaga. Margrét vill taka fram að með þessu er „að sjálfsögðu ekki" verið að meina foreldrum að halda bænastund í kirkju utan skólatíma. „Þetta snýst allt um að gera skólaumhverfið hlutlausara þegar kemur að trúmálum," segir Margrét. Næstu skref eru að fá athugasemdir við þau drög sem lögð hafa verið fram. Á næstunni verða þau því send til mennta- og íþróttaráðs, tómstundaráðs og velferðarráðs til umsagnar. Þannig má búast við að tillagan eigi eftir að taka nokkrum breytingum áður en hún verður afgreidd frá mannréttindaráði. Málinu var frestað til næsta fundar mannréttindaráðs þann 26. október. Tengdar fréttir Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. Mannréttindaráði hafa á liðnum árum borist fjöldi kvartana frá foreldrum barna vegna aðkomu trúar- og lífsskoðunarfélaga að skólastarfi. Starfsmenn leik- og grunnskóla hafa einnig óskað sérstaklega eftir skýrum leiðbeiningum frá borginni í þessum efnum. Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir að nú sé reynt að koma til móts við þær óskir sem og skerpa reglur til samræmis við mannréttindastefnu borgarinnar. Leikskóla- og menntasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér skýrslu árið 2007 þar sem fram kom hvernig hægt væri að virða trúfrelsi og vinna að þeim markmiðum sem finna má í mannréttindastefnu borgarinnar. Þar segir meðal annars að í uppeldis- og tómstundastarfi á vegum borgarinnar sé mikilvægt að ekki sé gengið út frá því að allir aðhyllist sömu trú þó svo hefðbundnar trúarhátíðir lúthersku kirkjunnar séu haldnar hátíðlegar, svo sem jól og páskar.Fermingarfræðsla truflar skólastarf Í drögum að tillögu um samskipti skóla við trúfélög segir að heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga sé ekki heimil, né heldur kynning á starfi þeirra í skólunum eða dreifing á trúarlegu efni. Þá er einnig lagt til að fermingarfræðsla Þjóðkirkjunnar og annarra trú- eða lífsskoðunarfélaga skuli fara fram utan skólatíma. Undanfarin ár hefur skólastarf í öllum skólum farið úr skorðum í minnst tvo daga á hverju hausi vegna slíkrar fræðslu. „Slík truflun á skólastarfi er óæskileg auk þess sem hætta er á að börn sem eftir verða telji sig útundan," segir í drögunum. Margrét ítrekar að þarna sé aðeins á ferðinni drög að ályktun og að málið sé á byrjunarstigi. Hún bendir þó á að þarna sé verið að vinna úr niðurstöðum þriggja ára gamallar skýrslu og því sé framkvæmdin vel ígrunduð.Sálfræðingar frekar en prestar Margrét tekur einnig sérstaklega fram að tillögurnar gera ekki ráð fyrir að afnema námsefni í kristnum fræðum í skólum eða leggja af hátíðahald á jólum og páskum. Í drögunum er því beint til skóla að þegar leita þarf aðstoðar vegna sálrænna áfalla skuli frekar kalla til fagaðila á borð við sálfræðinga í stað fulltrúa trúfélaga. Margrét vill taka fram að með þessu er „að sjálfsögðu ekki" verið að meina foreldrum að halda bænastund í kirkju utan skólatíma. „Þetta snýst allt um að gera skólaumhverfið hlutlausara þegar kemur að trúmálum," segir Margrét. Næstu skref eru að fá athugasemdir við þau drög sem lögð hafa verið fram. Á næstunni verða þau því send til mennta- og íþróttaráðs, tómstundaráðs og velferðarráðs til umsagnar. Þannig má búast við að tillagan eigi eftir að taka nokkrum breytingum áður en hún verður afgreidd frá mannréttindaráði. Málinu var frestað til næsta fundar mannréttindaráðs þann 26. október.
Tengdar fréttir Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19