Trúboð presta í leikskólum bannað Erla Hlynsdóttir skrifar 15. október 2010 14:47 Fulltrúar trúfélaga fá ekki að heimsækja skólabörn samkvæmt þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Mynd: GVA Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. Mannréttindaráði hafa á liðnum árum borist fjöldi kvartana frá foreldrum barna vegna aðkomu trúar- og lífsskoðunarfélaga að skólastarfi. Starfsmenn leik- og grunnskóla hafa einnig óskað sérstaklega eftir skýrum leiðbeiningum frá borginni í þessum efnum. Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir að nú sé reynt að koma til móts við þær óskir sem og skerpa reglur til samræmis við mannréttindastefnu borgarinnar. Leikskóla- og menntasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér skýrslu árið 2007 þar sem fram kom hvernig hægt væri að virða trúfrelsi og vinna að þeim markmiðum sem finna má í mannréttindastefnu borgarinnar. Þar segir meðal annars að í uppeldis- og tómstundastarfi á vegum borgarinnar sé mikilvægt að ekki sé gengið út frá því að allir aðhyllist sömu trú þó svo hefðbundnar trúarhátíðir lúthersku kirkjunnar séu haldnar hátíðlegar, svo sem jól og páskar.Fermingarfræðsla truflar skólastarf Í drögum að tillögu um samskipti skóla við trúfélög segir að heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga sé ekki heimil, né heldur kynning á starfi þeirra í skólunum eða dreifing á trúarlegu efni. Þá er einnig lagt til að fermingarfræðsla Þjóðkirkjunnar og annarra trú- eða lífsskoðunarfélaga skuli fara fram utan skólatíma. Undanfarin ár hefur skólastarf í öllum skólum farið úr skorðum í minnst tvo daga á hverju hausi vegna slíkrar fræðslu. „Slík truflun á skólastarfi er óæskileg auk þess sem hætta er á að börn sem eftir verða telji sig útundan," segir í drögunum. Margrét ítrekar að þarna sé aðeins á ferðinni drög að ályktun og að málið sé á byrjunarstigi. Hún bendir þó á að þarna sé verið að vinna úr niðurstöðum þriggja ára gamallar skýrslu og því sé framkvæmdin vel ígrunduð.Sálfræðingar frekar en prestar Margrét tekur einnig sérstaklega fram að tillögurnar gera ekki ráð fyrir að afnema námsefni í kristnum fræðum í skólum eða leggja af hátíðahald á jólum og páskum. Í drögunum er því beint til skóla að þegar leita þarf aðstoðar vegna sálrænna áfalla skuli frekar kalla til fagaðila á borð við sálfræðinga í stað fulltrúa trúfélaga. Margrét vill taka fram að með þessu er „að sjálfsögðu ekki" verið að meina foreldrum að halda bænastund í kirkju utan skólatíma. „Þetta snýst allt um að gera skólaumhverfið hlutlausara þegar kemur að trúmálum," segir Margrét. Næstu skref eru að fá athugasemdir við þau drög sem lögð hafa verið fram. Á næstunni verða þau því send til mennta- og íþróttaráðs, tómstundaráðs og velferðarráðs til umsagnar. Þannig má búast við að tillagan eigi eftir að taka nokkrum breytingum áður en hún verður afgreidd frá mannréttindaráði. Málinu var frestað til næsta fundar mannréttindaráðs þann 26. október. Tengdar fréttir Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. Mannréttindaráði hafa á liðnum árum borist fjöldi kvartana frá foreldrum barna vegna aðkomu trúar- og lífsskoðunarfélaga að skólastarfi. Starfsmenn leik- og grunnskóla hafa einnig óskað sérstaklega eftir skýrum leiðbeiningum frá borginni í þessum efnum. Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir að nú sé reynt að koma til móts við þær óskir sem og skerpa reglur til samræmis við mannréttindastefnu borgarinnar. Leikskóla- og menntasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér skýrslu árið 2007 þar sem fram kom hvernig hægt væri að virða trúfrelsi og vinna að þeim markmiðum sem finna má í mannréttindastefnu borgarinnar. Þar segir meðal annars að í uppeldis- og tómstundastarfi á vegum borgarinnar sé mikilvægt að ekki sé gengið út frá því að allir aðhyllist sömu trú þó svo hefðbundnar trúarhátíðir lúthersku kirkjunnar séu haldnar hátíðlegar, svo sem jól og páskar.Fermingarfræðsla truflar skólastarf Í drögum að tillögu um samskipti skóla við trúfélög segir að heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga sé ekki heimil, né heldur kynning á starfi þeirra í skólunum eða dreifing á trúarlegu efni. Þá er einnig lagt til að fermingarfræðsla Þjóðkirkjunnar og annarra trú- eða lífsskoðunarfélaga skuli fara fram utan skólatíma. Undanfarin ár hefur skólastarf í öllum skólum farið úr skorðum í minnst tvo daga á hverju hausi vegna slíkrar fræðslu. „Slík truflun á skólastarfi er óæskileg auk þess sem hætta er á að börn sem eftir verða telji sig útundan," segir í drögunum. Margrét ítrekar að þarna sé aðeins á ferðinni drög að ályktun og að málið sé á byrjunarstigi. Hún bendir þó á að þarna sé verið að vinna úr niðurstöðum þriggja ára gamallar skýrslu og því sé framkvæmdin vel ígrunduð.Sálfræðingar frekar en prestar Margrét tekur einnig sérstaklega fram að tillögurnar gera ekki ráð fyrir að afnema námsefni í kristnum fræðum í skólum eða leggja af hátíðahald á jólum og páskum. Í drögunum er því beint til skóla að þegar leita þarf aðstoðar vegna sálrænna áfalla skuli frekar kalla til fagaðila á borð við sálfræðinga í stað fulltrúa trúfélaga. Margrét vill taka fram að með þessu er „að sjálfsögðu ekki" verið að meina foreldrum að halda bænastund í kirkju utan skólatíma. „Þetta snýst allt um að gera skólaumhverfið hlutlausara þegar kemur að trúmálum," segir Margrét. Næstu skref eru að fá athugasemdir við þau drög sem lögð hafa verið fram. Á næstunni verða þau því send til mennta- og íþróttaráðs, tómstundaráðs og velferðarráðs til umsagnar. Þannig má búast við að tillagan eigi eftir að taka nokkrum breytingum áður en hún verður afgreidd frá mannréttindaráði. Málinu var frestað til næsta fundar mannréttindaráðs þann 26. október.
Tengdar fréttir Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19