Innlent

Leit að Ulrike bar ekki árangur

Leitað var að Ulrike Kimpfler, 46 ára konu búsettri í Borgarnesi, til um klukkan tíu í gærkvöld. Ulrike, sem er þýsk að uppruna en á íslenskan sambýlismann, hefur verið saknað frá því á mánudag.

Yfirlögregluþjónn í Borgarnesumdæmi segir að svæðið umhverfis bæinn hafi verið fínkembt og engin ummerki um ferðir konunnar fundist. Nú sé verið að vinna úr þeim vísbendingum sem lögreglu hafa borist, en ákvörðun um framhald leitaraðgerðanna verður tekin á eftir.

Enginn grunur leikur á að hvarf konunnar hafi borið að með saknæmum hætti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×