Krefjast skýringa á ummælum lögreglu 17. ágúst 2010 06:00 Ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sem hann lét falla í samtali við DV í gær, hafa sætt mikilli gagnrýni. Segir Björgvin um fjölda nauðgana í landinu að „fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér". Lætur hann þessi ummæli falla um tengsl nauðgana og vímuefnaneyslu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist vona innilega að ekki sé haft rétt eftir Björgvini í DV, en ef svo sé hafi hann afhjúpað afstöðu sem sé óásættanleg og Stígamót muni strax lýsa yfir vantrausti á hann. Stígamót hafi krafið Stefán Eiríksson lögreglustjóra skýringa á málinu. „Það er bannað með lögum að nauðga konum í hvaða ástandi sem þær eru," segir Guðrún. „Á bak við hverja nauðgun er að minnsta kosti einn nauðgari og í viðtalinu segir Björgvin að konur geti sjálfum sér um kennt sé þeim nauðgað þegar þær eru drukknar. Með því hlýtur hann óbeint að vera að lýsa yfir sakleysi nauðgara sem nauðga konum í annarlegu ástandi." Guðrún segir að Stígamót geti ekki hvatt konur til að kæra ef vitað sé að móttakandinn líti svo á að nauðgunin geti verið henni að kenna. „Við skorum á yfirmann kynferðisbrotadeildar að skýra þetta mál." Starfsfólk Stígamóta hefur haft áhyggjur af þeim litla fjölda dóma sem fallið hafa í nauðgunarmálum á síðustu áratugum. „Ég vona að skýringarnar liggi ekki í svona viðhorfum," segir Guðrún. Halla Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, lýsir yfir mikilli furðu með ummæli Björgvins. „Ef rétt er eftir honum haft er hann ekki hæfur til að sinna sínu starfi," segir Halla. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir fráleitt að leggja ábyrgð nauðgana á brotaþola. Þó sé mikilvægt í þessu tilliti að Björgvin fái tækifæri til að skýra mál sitt í þessu samhengi. Hún hefur beðið Stefán Eiríksson, lögreglustjóra í Reykjavík, um útskýringar. Stefán vildi í gær ekki tjá sig um ummæli Björgvins, en sagðist vera búinn að kalla eftir skýringum frá honum og næstu yfirmönnum hans. Björgvin vildi heldur ekki tjá sig við Fréttablaðið. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sem hann lét falla í samtali við DV í gær, hafa sætt mikilli gagnrýni. Segir Björgvin um fjölda nauðgana í landinu að „fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér". Lætur hann þessi ummæli falla um tengsl nauðgana og vímuefnaneyslu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist vona innilega að ekki sé haft rétt eftir Björgvini í DV, en ef svo sé hafi hann afhjúpað afstöðu sem sé óásættanleg og Stígamót muni strax lýsa yfir vantrausti á hann. Stígamót hafi krafið Stefán Eiríksson lögreglustjóra skýringa á málinu. „Það er bannað með lögum að nauðga konum í hvaða ástandi sem þær eru," segir Guðrún. „Á bak við hverja nauðgun er að minnsta kosti einn nauðgari og í viðtalinu segir Björgvin að konur geti sjálfum sér um kennt sé þeim nauðgað þegar þær eru drukknar. Með því hlýtur hann óbeint að vera að lýsa yfir sakleysi nauðgara sem nauðga konum í annarlegu ástandi." Guðrún segir að Stígamót geti ekki hvatt konur til að kæra ef vitað sé að móttakandinn líti svo á að nauðgunin geti verið henni að kenna. „Við skorum á yfirmann kynferðisbrotadeildar að skýra þetta mál." Starfsfólk Stígamóta hefur haft áhyggjur af þeim litla fjölda dóma sem fallið hafa í nauðgunarmálum á síðustu áratugum. „Ég vona að skýringarnar liggi ekki í svona viðhorfum," segir Guðrún. Halla Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, lýsir yfir mikilli furðu með ummæli Björgvins. „Ef rétt er eftir honum haft er hann ekki hæfur til að sinna sínu starfi," segir Halla. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir fráleitt að leggja ábyrgð nauðgana á brotaþola. Þó sé mikilvægt í þessu tilliti að Björgvin fái tækifæri til að skýra mál sitt í þessu samhengi. Hún hefur beðið Stefán Eiríksson, lögreglustjóra í Reykjavík, um útskýringar. Stefán vildi í gær ekki tjá sig um ummæli Björgvins, en sagðist vera búinn að kalla eftir skýringum frá honum og næstu yfirmönnum hans. Björgvin vildi heldur ekki tjá sig við Fréttablaðið. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira