Erlent

Samkynhneigð ekki falin meir

Frá Gay Pride á Íslandi. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Frá Gay Pride á Íslandi. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Bandaríska hermálaráðuneytið gaf í gær út fyrirmæli um að nú megi taka homma og lesbíur í herinn, jafnvel þótt þau fari ekki dult með kynhneigð sína.

Síðan 1993 hefur Bandaríkjaher mátt taka samkynhneigða í þjónustu sína, en eingöngu með því skilyrði að þeir láti ekkert uppskátt um kynhneigð sína.

Dómari í Kaliforníu komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að þetta fyrirkomulag stæðist ekki lög. - gb







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×