Innlent

Horfur slæmar í efnahagslífi

Efnahagsmál Aðstæður í efnahagslífinu eru slæmar að mati 87 prósenta stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar Capacent Gallup á stöðu og horfum 400 stærstu fyrirtækja landsins.

Könnunin var gerð í maí og byrjun júní en afstaða stjórnenda hefur ekki breyst frá síðustu könnun sem gerð var í febrúar og mars síðastliðnum. Aðeins eitt prósent stjórnenda taldi aðstæður góðar í efnahagslífinu en tólf prósent töldu þær hvorki góðar né slæmar.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×