Ferðast búrkuklædd með pílagríma til Mekka 15. nóvember 2010 07:30 Konurnar í Sádíi-Arabíu klæðast búrkum alla daga. Ásdís Svava, til hægri á myndinni, er ánægð í starfi sem flugfreyja í pílagrímaflugi. „Hér er allt frábrugðið öllu því sem maður er vanur,“ segir Ásdís Svava Hallgrímsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, sem um þessar mundir flýgur með pílagríma til Mekka. Ásdís Svava, sem keppti fyrir Íslands hönd í Ungfrú Heimi árið 2006, hóf störf sem flugfreyja hjá breska flugfélaginu Astraeus í júní, en Astraeus er systurfélag Iceland Express. „Hver múslimi á samkvæmt trú sinni að heimsækja borgina Mekka að minnsta kosti einu sinni á ævinni ef hann hefur efni á og heilsu til,“ segir Ásdís, en árlega fljúga flugfélög með pílagríma til að taka þátt í athöfninni „hajj“ sem fer fram í Mekka. Ásdís sótti um sumarstarf hjá Iceland Express fyrir ári og var ein af fimmtíu sem fengu starfið. „Í vor fengum við svo að vita að Astraeus vantaði flugliða til að starfa hjá sér á Ítalíu. Ég fór til Ítalíu í júní og starfaði þar í allt sumar. Í kjölfarið var mér svo boðið að vinna í þrjá mánuði hér í Jeddah í Sádi-Arabíu.“ Spurð að því hvernig það sé að fljúga með pílagrímum segir Ásdís að ekkert flug sé eins. „Margir múslimanna hafa aldrei stigið upp í flugvél á ævi sinni. Einn vinnufélagi minn fékk til dæmis spurningu í 35 þúsund feta hæð hvort hægt væri að opna gluggann því það væri svo heitt,“ segir Ásdís. En hvernig fer um Íslendinginn í arabalandinu? „Það fer ansi vel um mig hérna, þrátt fyrir þá miklu frelsissviptingu sem fylgir því að vera kvenmaður í þessu landi. Við þurfum að klæðast búrkum í hvert skipti sem við förum út af hótelherberginu okkar og við megum alls ekki vera einar,“ segir Ásdís. „Ég er búin að vera í sömu fötunum í einn og hálfan mánuð. Það getur verið ofsalega þægilegt að þurfa bara að vippa sér í þetta eina klæði en ég verð að viðurkenna að ég hlakka mikið til að geta klætt mig upp á þegar ég kem heim og fundist ég vera pínu pæja,“ segir Ásdís, sem flytur aftur heim um jólin. „Ég ætla að skella mér í húsmæðraskólann í janúar og fljúga svo með Iceland Express næsta sumar,“ segir Ásdís að lokum. kristjana@frettabladid.is Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira
„Hér er allt frábrugðið öllu því sem maður er vanur,“ segir Ásdís Svava Hallgrímsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, sem um þessar mundir flýgur með pílagríma til Mekka. Ásdís Svava, sem keppti fyrir Íslands hönd í Ungfrú Heimi árið 2006, hóf störf sem flugfreyja hjá breska flugfélaginu Astraeus í júní, en Astraeus er systurfélag Iceland Express. „Hver múslimi á samkvæmt trú sinni að heimsækja borgina Mekka að minnsta kosti einu sinni á ævinni ef hann hefur efni á og heilsu til,“ segir Ásdís, en árlega fljúga flugfélög með pílagríma til að taka þátt í athöfninni „hajj“ sem fer fram í Mekka. Ásdís sótti um sumarstarf hjá Iceland Express fyrir ári og var ein af fimmtíu sem fengu starfið. „Í vor fengum við svo að vita að Astraeus vantaði flugliða til að starfa hjá sér á Ítalíu. Ég fór til Ítalíu í júní og starfaði þar í allt sumar. Í kjölfarið var mér svo boðið að vinna í þrjá mánuði hér í Jeddah í Sádi-Arabíu.“ Spurð að því hvernig það sé að fljúga með pílagrímum segir Ásdís að ekkert flug sé eins. „Margir múslimanna hafa aldrei stigið upp í flugvél á ævi sinni. Einn vinnufélagi minn fékk til dæmis spurningu í 35 þúsund feta hæð hvort hægt væri að opna gluggann því það væri svo heitt,“ segir Ásdís. En hvernig fer um Íslendinginn í arabalandinu? „Það fer ansi vel um mig hérna, þrátt fyrir þá miklu frelsissviptingu sem fylgir því að vera kvenmaður í þessu landi. Við þurfum að klæðast búrkum í hvert skipti sem við förum út af hótelherberginu okkar og við megum alls ekki vera einar,“ segir Ásdís. „Ég er búin að vera í sömu fötunum í einn og hálfan mánuð. Það getur verið ofsalega þægilegt að þurfa bara að vippa sér í þetta eina klæði en ég verð að viðurkenna að ég hlakka mikið til að geta klætt mig upp á þegar ég kem heim og fundist ég vera pínu pæja,“ segir Ásdís, sem flytur aftur heim um jólin. „Ég ætla að skella mér í húsmæðraskólann í janúar og fljúga svo með Iceland Express næsta sumar,“ segir Ásdís að lokum. kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira