Innlent

Ég er geislavirkur, herra minn

Obama fjarri geislavirka prestinum.
Obama fjarri geislavirka prestinum.

„Enginn í ríkisstjórn Obama svarar mér, hlustar á mig, talar við mig eða les neitt af því sem ég skrifa þeim," segir séra Jeremiah Wright, sóknarprestur Baracks Obama, núverandi Bandaríkjaforseta.

Hann varð þekktur sem andlegur ráðgjafi Obama í síðustu forsetakosningum og olli hneyksli þegar hann hélt fram að ríkisstjórn landsins breiddi út HIV-veiruna meðal blökkumanna.

„Ég er geislavirkur, herra minn," segir Wright í svarbréfi til góðgerðasamtaka sem vinna að hjálparstarfi í Afríku. Þau leituðu aðstoðar Wrights um að greiða fyrir samskiptum við bandarísk stjórnvöld.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×