Fimmti hver piltur tekur tóbak í vörina 28. september 2010 06:00 Ávanabindandi - Neytendur ánetjast munntóbaksnotkun. Fréttablaðið/ Sprenging hefur orðið í sölu neftóbaks hér á landi síðustu ár. Samkvæmt sölutölum ÁTVR seldust í fyrra 23,8 tonn af neftóbaki, sem er rúm tvöföldun frá árinu 2003 þegar 11,6 tonn seldust. Eftir hæga en stöðuga aukningu á milli áranna 1999 og 2003 stórjókst sala ár frá ári, en aldrei líkt og síðasta ár, þar sem varð aukning upp á fjögur tonn frá árinu 2008. Samhliða þessari magnaukningu hefur hlutfall neftóbaks í heildartóbakssölu ÁTVR líka verið stígandi. Á síðasta ári nam neftóbakssala 184,5 milljónum króna. Þessa miklu aukningu má tengja við stóraukna munntóbaksnotkun á síðustu árum. Rannsóknir Lýðheilsustöðvar leiða í ljós að tæp 20 prósent pilta á aldrinum 16 til 23 ára nota munntóbak, þar af notar mikill meirihluti íslenskt tóbak í þeim tilgangi. Innflutningur á sænsku tóbaki er ólöglegur, en um árabil þreifst hér markaður með smygl, sem hefur minnkað verulega síðustu ár. Það sýna tölur frá Tollgæslunni sem gerði tæp 78 kíló af tóbaki, öðru en vindlum og sígarettum, upptæk í fyrra, í samanburði við 180 kíló árið 2007. Þessi þróun hefur heldur ekki farið fram hjá Viðari Jenssyni, verkefnisstjóra hjá Lýðheilsustöð, sem segir aukninguna mikið áhyggjuefni, þar sem sannað þykir að neysla munntóbaks sé mjög ávanabindandi. „Notendur eru jafnan með tóbak í vörinni lengst af dags. Auk þess sýna rannsóknir fram á að við notkun munntóbaks verður mikil inntaka á nikótíni og jafnvel meiri en við reykingar.“ Í dreifiriti Lýðheilsustöðvar er einnig vitnað í sænska rannsókn þar sem kemur m.a. fram að munntóbaksnotkun má tengja við ýmis konar sjúkdóma og kvilla. Benda sumar jafnvel til aukinnnar hættu á krabbameini í munnholi. Til að bregðast við vandanum hefur nýju átaki verið hleypt af stokkunum þar sem Lýðheilsustöð, KSÍ og Jafningjafræðslan munu taka höndum saman til að stemma stigu við munntóbaksnotkun meðal ungra knattspyrnuiðkenda. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
Sprenging hefur orðið í sölu neftóbaks hér á landi síðustu ár. Samkvæmt sölutölum ÁTVR seldust í fyrra 23,8 tonn af neftóbaki, sem er rúm tvöföldun frá árinu 2003 þegar 11,6 tonn seldust. Eftir hæga en stöðuga aukningu á milli áranna 1999 og 2003 stórjókst sala ár frá ári, en aldrei líkt og síðasta ár, þar sem varð aukning upp á fjögur tonn frá árinu 2008. Samhliða þessari magnaukningu hefur hlutfall neftóbaks í heildartóbakssölu ÁTVR líka verið stígandi. Á síðasta ári nam neftóbakssala 184,5 milljónum króna. Þessa miklu aukningu má tengja við stóraukna munntóbaksnotkun á síðustu árum. Rannsóknir Lýðheilsustöðvar leiða í ljós að tæp 20 prósent pilta á aldrinum 16 til 23 ára nota munntóbak, þar af notar mikill meirihluti íslenskt tóbak í þeim tilgangi. Innflutningur á sænsku tóbaki er ólöglegur, en um árabil þreifst hér markaður með smygl, sem hefur minnkað verulega síðustu ár. Það sýna tölur frá Tollgæslunni sem gerði tæp 78 kíló af tóbaki, öðru en vindlum og sígarettum, upptæk í fyrra, í samanburði við 180 kíló árið 2007. Þessi þróun hefur heldur ekki farið fram hjá Viðari Jenssyni, verkefnisstjóra hjá Lýðheilsustöð, sem segir aukninguna mikið áhyggjuefni, þar sem sannað þykir að neysla munntóbaks sé mjög ávanabindandi. „Notendur eru jafnan með tóbak í vörinni lengst af dags. Auk þess sýna rannsóknir fram á að við notkun munntóbaks verður mikil inntaka á nikótíni og jafnvel meiri en við reykingar.“ Í dreifiriti Lýðheilsustöðvar er einnig vitnað í sænska rannsókn þar sem kemur m.a. fram að munntóbaksnotkun má tengja við ýmis konar sjúkdóma og kvilla. Benda sumar jafnvel til aukinnnar hættu á krabbameini í munnholi. Til að bregðast við vandanum hefur nýju átaki verið hleypt af stokkunum þar sem Lýðheilsustöð, KSÍ og Jafningjafræðslan munu taka höndum saman til að stemma stigu við munntóbaksnotkun meðal ungra knattspyrnuiðkenda. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira