Erlent

Nota um 70% minna eldsneyti

Ný hönnun Stærri þotan sem vísinda­mennirnir hönnuðu á að bera 350 farþega. Minni gerðin er hefðbundnari í laginu og getur borið 180 farþega.
Ný hönnun Stærri þotan sem vísinda­mennirnir hönnuðu á að bera 350 farþega. Minni gerðin er hefðbundnari í laginu og getur borið 180 farþega.

Hópur vísindamanna undir forystu sérfræðinga frá MIT-háskólanum í Bandaríkjunum hefur hannað farþegaþotu sem eyðir um 70 prósentum minna eldsneyti en þær þotur sem nú eru í notkun.

Vélar voru hannaðar í tveimur stærðum. Sú minni líkist hefðbundnum þotum í útliti, en sú stærri er óvenjulegri í útliti, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Eflaust er enn nokkuð í að slíkar þotur leysi eldri vélar af hólmi. Vísindamennirnir hönnuðu því einnig einfaldari útgáfu sem ætti að vera auðveldari í framleiðslu, sem notar helmingi minna af eldsneyti en farþegaþotur í dag. - bj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×